Fara í efni

Greinar

Einn í heiminum

Mikið held ég að mörgum hafi létt þegar Davíð Oddsson kom fram í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi til að skýra það út fyrir okkur hvernig Frakkar og allar hinar þjóðirnar misskilja Íraksmálið og hvernig Íslendingar hlutu að styðja árásirnar á Írak.

Ekki í okkar nafni

Ræða flutt á útifundi á Lækjartorgi 20. mars. Í ræðunni sem útvarpað var um heim allan á mánudag sagði George Bush Bandaríkjaforseti að ríkisstjórn sín væri friðsöm.

Morgunblaðið og Martin

Stundum hef ég verið við það að trúa því að Morgublaðið ætli sér í alvöru að hasla sér völl sem frjálslynt stórblað.

Það er fórnarlambinu að kenna

Birtist í Mbl. 19.03.2003 Það sem við stöndum frammi fyrir í Íraksmálinu er fyrst og fremst tæknilegt mál; þ.e.a.s.

Sendum þá til Íraks

Vaxandi reiði gætir nú hér á landi yfir fylgispekt íslensku ríkisstjórnarinnar við Bandaríkjastjórn. Ísland er í hópi 30 ríkja sem Bandaríkjstjórn telur upp sem sauðtrygga stuðningsmenn sína og forsætisráðherra Íslands lýsir því fjálglega yfir að Íslendingar hafi veitt "heimild til yfirflugs yfir íslenska flugumsjónarsvæðið.

Gabriel Garcia Màrquez beinir orðum til Bush

Hinn heimsfrægi rithöfundur Gabriel Garcia Màrquez hefur ritað George Bush Bandaríkjaforseta áhrifamikið bréf sem ég birti hér í lauslegri endursögn Gunnars Grettissonar en þannig vill þýðandinn í hógværð láta orða snörun textans yfir á íslensku.

Við mótmælum öll

George Bush Bandaríkjaforseti flutti síðastliðna nótt ávarp sem var útvarpað og sjónvarpað um allan heim. Hann sagði Sameinuðu þjóðirnar hafa brugðist.

Ríkisstjórn Íslands er meðábyrg

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra tjáir sig talsvert um Íraksmálið og dregur ekkert af sér í fylgispekt sinni við Bandaríkjastjórn.
Breiðfylking launafólks gegn stríði

Breiðfylking launafólks gegn stríði

Í morgun komu forsvarsmenn allra helstu samtaka launafólks og samtakanna Átaks gegn stríði saman til að beina því til launafólks í landinu að efna til umræðu á morgun á öllum vinnustöðum landsins um yfirvofandi hernaðarárás Bandaríkjanna og Breta á Írak.

Eldhúsdagsræða á Alþingi

Ræða flutt af ÖJ á Alþingi 12.03. 2003Hinar pólitísku línur hafa verið nokkuð skýrar í flestum málaflokkum á liðnu kjörtímabili.