Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Maí 2020

KVÓTANN HEIM KLUKKAN TÓLF Á SUNNUDÖGUM

KVÓTANN HEIM KLUKKAN TÓLF Á SUNNUDÖGUM

Á hverjum sunnudegi klukkan tólf er sendur út nýr þáttur í röðinni Kvótann heim sem síðan verður aðgengilegur á youtube. Sá sem sendur er út í dag er sá áttundi í röðinni. Í síðustu viku var rætt við þá Arthúr Bogason og Jóhannes Sturlaugsson . Í dag förum við Gunnar Smári Egilsson yfir framvinduna frá því  ...
RITSTJÓRA FRÉTTABLAÐSINS ÞAKKAÐ

RITSTJÓRA FRÉTTABLAÐSINS ÞAKKAÐ

Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, á þakkir skilið fyrir leiðara sinn nú um helgina. Ég skil það svo að Jón Þórisson sé ekki fylgjandi boðum og bönnum. En spilakassa vill hann banna: “Lagasetning er ekki lausnin við öllu, en hún er það í þessu hörmungarmáli.” ...
ARTHÚR BOGASON UM KVÓTANN OG FRAMTÍÐINA

ARTHÚR BOGASON UM KVÓTANN OG FRAMTÍÐINA

Alltaf hef ég lagt við hlustir þegar Arthúr Bogason, stofnandi Landssambands smábátaeigenda, og helsti talsmaður þeirra um áratugaskeið, tekur til máls. Hann hefur alla tíð verið gagnrýninn á kvótakerfið en alltaf á uppbyggilegan og framsækinn hátt.  Ég spurði hann í þættinum   Kvótann heim,   sunnudaginn 24. maí hvort honum þætti ekki mál til komið að vísa stærri skipum lengra frá landi og auka hlut smábátanna nær ströndinni. Þar vísaði ég í orð  ...
JÓHANNES STURLAUGSSON, LÍFFRÆÐINGUR, VILL STEFNUMÓTUN Í ANDA VANDAÐRAR VISTFRÆÐI

JÓHANNES STURLAUGSSON, LÍFFRÆÐINGUR, VILL STEFNUMÓTUN Í ANDA VANDAÐRAR VISTFRÆÐI

Ég vona að hjá Grapevine verði mér fyrirgefið að nota mynd þeirra af Jóhannesi Sturlaugssyni, líffræðingi, í þessum örpistli mínum til að vekja athygli á mjög fróðlegu og, hvað mig varðar, vekjandi viðtali við hann í þættinum  Kvótann heim   sunnudaginn 24. maí.   Sjálfbærni í veiðum er ekki nóg sagði Jóhannes ...
GULLNÁMA HÍ OPNUÐ Á NÝ OG RAUÐI KROSSINN EFLIR GÓÐGERÐARSTARF

GULLNÁMA HÍ OPNUÐ Á NÝ OG RAUÐI KROSSINN EFLIR GÓÐGERÐARSTARF

Allt er nú smám saman að komast í samt lag. Smit mælast fá og þótt víðast hvar eigi  enn að spritta sig eru menn tilbúnir að taka áhættu ef lífið þykir liggja við. Og það þykir þeim hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, læknadeildinni og hvað þær nú heita deildir Háskóla Íslands sem reka spilavítin í Reykjavík.   Sem kunnugt er var spilasölum og spilakössum Háskóla Íslands, Rauða krossins, SÁÁ og Landsbjargar ...
KVÓTANN HEIM!

KVÓTANN HEIM!

Þeir eru ekki af verri endanum viðmælendur mínir í þættinum  Kvótann heim   að þessu sinni (reyndar sem endranær): Jóhannes Sturlaugsson, líffræðingur og Arthúr Bogason, foringi smábátasjómanna um áratugaskeið! Klukkan 12 á sunnudag og síðan aðgengilegt á youtube eftir kl. 17 á sunnudag.  https://kvotannheim.is/  
ÞÖKK SÉ BYLGJUNNI, MBL.IS OG KVENNABLAÐINU

ÞÖKK SÉ BYLGJUNNI, MBL.IS OG KVENNABLAÐINU

Fram hefur komið í fjölmiðlum að forsætisráðherra hafi verið afhentar yfir tíu þúsund undirskriftir með áskorun til Alþingis um að eignarhald á landi verði ekki afhent út fyrir landsteinana, að skilyrði fyrir að eiga íslenskt land sé að eiga lögheimili í landinu og blátt bann og skilyrðislaust verði sett við uppsöfnun auðkýfinga, íslenskra jafnt sem erlendra, á landi. Fram hefur komið í fjölmiðlum segi ég. Sumum ...
VEISTU HVAÐ GERÐIST Í RÚANDA?

VEISTU HVAÐ GERÐIST Í RÚANDA?

Birtist í helgarblaði Morgunblasins 23/24.05.20. Ekki vissi ég það. Ég heyrði náttúrlega eins og allir aðrir fréttir af morðöldu í Rúanda fyrir rúmum aldarfjórðungi. Talað var um þjóðarmorð, hvorki meira né minna, og að stjórnvöld væru ábyrg. Svo heyrðum við að settur hefði verið á fót alþjóðlegur glæpadómstóll til að rétta yfir þeim sem taldir voru bera þyngstu sökina. Allt var þetta skilmerkilega tíundað í fjölmiðlum heimsins.  Samt fór þetta fyrir ofan garð og neðan hjá okkur flestum.   Ég gerði mér grein fyrir því þegar ég las bókina   Litla land   sem ...
RÍKISSTJÓRNIN VIRÐI VILJA ÞJÓÐARINNAR OG LOKI Á FJÁRHÆTTUSPIL

RÍKISSTJÓRNIN VIRÐI VILJA ÞJÓÐARINNAR OG LOKI Á FJÁRHÆTTUSPIL

Birtist í Fréttablaðinu 20.05.20. Hver hefði trúað því í byrjun árs að hægt væri að loka Bandaríkjunum í bókstaflegri merkingu; að hið sama gæti gerst annars staðar, löndum væri lokað eða þau lokuðust eins og gerðist hjá okkur. Samt var þetta nú allt hægt enda markmiðið að vernda líf og heilsu. Fram hafa komið í fjölmiðlum samtök sem nefna sig Samtök áhugafólks um spilafíkn, SÁS. Þau hafa skýrt frá því, sem stundum áður hefur verið haft á orði, en nú á óvenju skilmerkilegan hátt, hvernig ...
VERÐUR LÓAN SPURÐ?

VERÐUR LÓAN SPURÐ?

Ég heyrði ekki betur en að nú væru í bígerð á nokkrum stöðum á Íslandi tugir vindmyllugarða en það heitir það þegar risavöxnum hreyflum er komið fyrir á stöplum sem teygja sig til himins með það fyrir augum að fanga vindinn og láta hann framleiða raforku. Því hærri og stærri þeim mun afkastameiri. Myndarleg vindmylla teygir sig 200 metra upp í loftið. Til samanburðar er Hallgrímskirkja í Reykjavík 75 metra há. Nú hljótum við að spyrja: ...