Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Október 2015

Alþingi - nov 2015

VERÐUM AÐ FÁ FRAM AFSTÖÐU HVERS EINASTA ÞINGMANNS!

Ríkisstjórnarflokkarnir og helstu fjölmiðlar landsins hafa nú hafið stórsókn gegn Ríkisútvarpinu. Fjölmiðlar í eigu stórfyrirtækja og fjármálamanna krefjast þess að RÚV verði skorið niður við trog.
MBL -- HAUSINN

SUMIR SÉRHAGSMUNIR MEIRA SÉR EN AÐRIR

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 31/10.01/11.. Allir sem fást við stjórnmál, fjalla um hagsmuni í starfi sínu, hagsmuni skattgreiðenda, hagsmuni sjúklinga, fatlaðs fólks, fjárfesta, launafólks, atvinnurekenda, meðlagsgreiðenda, fjármagnseigenda, landbúnaðar, sjávarútvegs, stóriðju, smáiðnaðar, lántakenda, byggingariðnaðar, lista og menningar, námsfólks,öryrkja, aldraðra, íþróttafólks, barnafólks, fjármálakerfisins, lífeyrissjóða,… . . Þessir hagsmunir skarast iðulega við persónulega hagsmuni stjórnmálamannanna sjálfra.
Sýrland 2015

HRYÐJUVERKARÍKI RÁÐA RÁÐUM SÍNUM

Miðað við aðstæður er góðs viti að stórveldin, Bandaríkin og Rússland, koma saman ásamt sérlegum sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna, að tefla sína valdaskák í Sýrlandi.
Heilbrigðiskerfi 2015

BSRB VARAR VIÐ EINKAVÆÐINGU OG GJALDTÖKU Í HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNI

Á nýafstöðnu þingi BSRB var samþykkt ályktun þar sem kemur fram sú eindregna afstaða samtakanna að heilbrigðisþjónusta landsmanna eigi að vera á hendi opinberra aðila og að vinda beri ofan af gjaldtöku sjúklinga.
Guðbjartur Hannesson okt 2015

GUÐBJARTUR HANNESSON

Aldrei hef ég hitt mann sem ekki talaði af hlýju um Guðbjart Hannesson. Ekki svo að skilja að skoðanir hans hafi verið óumdeildar.
BSRB logo 2015

KVEÐJUR TIL BSRB ÞINGS: BARÁTTA ER TIL GÓÐS

Í fyrsta skipti í þrjátíu og fimm ár voru aðstæður mínar þannig að ég gat ekki verið viðstaddur opnun þings BSRB sl.
Gjaldtaka af ferðamönnum - alþ 2015

LÁTUM ÞAU EKKI STELA FRÁ OKKUR NÁTTÚRUDJÁSNUM

Síðastliðinn fimmtudag fór fram á Alþingi umræða um gjalddtöku við ferðamannastaði. Ég var málshefjandi og vildi m.a.
Birna Ólafsdóttir sjúkraliði

TEKIÐ UNDIR MEÐ SJÚKRALIÐAFÉLAGI ÍSLANDS Á ALÞINGI

Á Alþingi í dag hvatti ég ríkisstjórnina til að ganga til samninga þegar í stað á forsendum sem nægðu til að leysa yfirstandandi kjaradeilu þriggja aðildarfélaga BSRB sem nú standa í verkfallsátökum: SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna.. Tilefni þess að ég kvaddi mér hljóðs voru varnaðarorð Birnu Ólafsfóttur, starfsmannas SLFÍ, í fjömiðlum  um hversu alvarlegt ástandið væri orðið á sjúkrahúsum, einkum á  Landspítalanum þar sem álagið væri löngu orðið óbærilegt vegna mannfækkunar, minna legurýmis, sem þýddi að jafnaði veikara fólk í legurýmum, nokkuð sem gefur auga leið að gerist þegar veikasta fólkinu er forgangsraðað inn í sífellt takmarkaðra rými.
Áfengi í verslanir - KÞJ

HEILBRIGÐISRÁÐHERRA GETUR EKKI ÞAGAÐ LENGUR

Undanfarnar tvær vikur, eftir að frumvarp um að færa áfengisverslun inn á almennar matvöruverslanir kom til umræðu á Alþingi, hefur þráfaldlega, verið óskað eftir því að heilbrigðisráðherrann, Kristján Þór Júlíusson, mæti í þingsal til að skýra adstöðu sína til málsins; hvort hann styðji stefnu sem hann kynnti í árasbyrjun 2014 um skert aðgengi að áfengi eða umrætt frumvarp.
Artic 2015 - Ólafur Ragnar

FORSETINN Á LOF SKILIÐ!

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, á lof skilið fyrir Arctic Circle ráðstefnuna um málefni norðurslóða sem nú er orðin árlegur viðburður.