Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Nóvember 2019

MÍN SÝN Á HEIMSSÝN

MÍN SÝN Á HEIMSSÝN

Ávarpsorð á fundi félags sjálfstæðissinna í Evrópumálum: Í eftirfarandi ávarpsorðum mínum á þessum hátíðarfundi Heimssýnar í tilefni eitt hundrað og eins árs afmælis fullveldis á Íslandi langar mig til að gera grein fyrir þremur þönkum sem stundum hafa leitað á mig að undanförnu. Sá fyrsti tengist Heimssýn, nafni þessa félagsskapar. Síðan langar mig til að fara fáeinum orðum um það hvers vegna ég styrkist í þeirri vissu að okkar málstaður muni hafa betur þegar fram í sækir. Í þriðja lagi vil ég nefna hve mikilvægt ég tel það vera að við leiðréttum það ranghermi að  ...
RÍKISSTJÓRNIN STYÐJI JULIAN ASSANGE

RÍKISSTJÓRNIN STYÐJI JULIAN ASSANGE

Birtist í Fréttablaðinu 25.11.19. ...  Nú er spurning hvað ríkisstjórn Íslands hyggst gera, koma í vörn fyrir Julian Assange og Wikileaks opinberlega eða slást í för með þeim sem vilja hefta gagnrýna fjölmiðla.  Það var óneitnalega slæmt að horfa upp á aðstoð stjórnvalda við bandarísku lögregluna í sumar við að þrengja að Julian Assange, og það skýrt sem hvert annað lögreglusamstarf, þegar það í raun var pólitík og það ljót pólitík. Það var líka undarlegt að verða vitni að því að ríkisstjórnin skyldi  ...
SKYLDULESNING Á STUNDINNI UM SÝRLANDSLYGAR NATÓ-RÍKJA

SKYLDULESNING Á STUNDINNI UM SÝRLANDSLYGAR NATÓ-RÍKJA

Það er gott til þess að vita að til sé fólk sem heldur vöku sinni, fylgist með gangi alþjóðastjórnmála og lætur ekki mata sig á hverju sem er. Slík manneskja er Berta Finnbogadóttir.   Wikileaks og Stundin hafa birt upplýsingar um þrýsting af hálfu NATÓ ríkja að OPCW, eftirlitsstofnununin með notkun efnavopna í Haag, setji fram ósannan vitnisburð um rannsóknir á meintri eiturefnaárás Sýrlandsstjórnar á Douma í Sýrlandi í apríl í fyrra sem NATÓ síðan notaði sem átyllu til árása á Sýrland ...
ÞEGAR ÁRNI STEINAR ÞÓTTI ÓGNA KVÓTAKERFINU

ÞEGAR ÁRNI STEINAR ÞÓTTI ÓGNA KVÓTAKERFINU

... Á rni Steinar hafði verið umhverfisstjóri Akureyrar í um 20 ár og mótað bæinn. Sem slíkur naut hann mikillar virðingar.  En jafnframt óvildar af hálfu þeirra sem féll ekki hve staðfastlega hann gagnrýndi fiskveiðistjórnunarkerfið. Svo fór að forstjórar Útgerðarfélags Akureyrarog Samherja fengu því framgengt að Árna Steinari var meinað að stíga í ræðustól en í stað hans var fengin Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra. Hún sagði í ræðu sinni að nóg væri komið af gagnrýni í kvótakerfið. ...
HLUSTUM Á JÓN KRISTJÁNSSON

HLUSTUM Á JÓN KRISTJÁNSSON

Nú rifja það ýmsir upp að á undanförnum árum hefur Jón Kristjánsson, fiskifræðingur, margoft reynt að benda á hvernig Samherji hefur verið að sölsa undir sig fiskveiðiheimildir víðs vegar um heim – ekki aðeins hér á landi heldur um heimshöfin vítt og breitt  -  og að ekki hafi aðferðirnar alltaf verið til eftirbreytni, alla vega samkvæmt þeim lögmálum sem kennd eru í sunnudagaskólum. “Margoft reynt…” segi ég og á þá við að þótt Jón Kristjánsson hafi  ...
ISAVIA: ER ENGINN Í MARKINU?

ISAVIA: ER ENGINN Í MARKINU?

... Um þetta var ekki spurt í fréttatímanum. Þó eiga að kvikna viðvörunarljós þegar einkaframkvæmd er annars vegar. Ég hélt að við værum komin það langt! En nú leyfi ég mér að stinga upp á því að ráðherrar verði spurðir um eftirfarandi ...
RÁÐUM REIKNINGSKENNARA ÚR HAGASKÓLA

RÁÐUM REIKNINGSKENNARA ÚR HAGASKÓLA

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 23/24.11.19. Ég minnist samtals í aðdraganda bankahrunsins þar sem rætt var um ráðningu fjárfestingastjóra í lífeyrissjóði. Margir vildu finna klókan fjármálabraskara, aðila sem þekkti kerfið af eigin raun og innan frá, með öðrum orðum, sérhæfðan “fagmann”. Slíkir aðilar væru að vísu dýrir á fóðrum en á móti kæmi að þeir væru þyngdar sinar virði í gulli. Þeirra fag væri að græða. Einn þessara viðmælenda var ...
AUÐVITAÐ NÝTT NAFN ! HVÍLÍK HUGKVÆMNI !!

AUÐVITAÐ NÝTT NAFN ! HVÍLÍK HUGKVÆMNI !!

Miðvikudaginn 20. janúar les ég í blaði að til standi að breyta nafni utanríkisráðuneytisins. Nú skal það heita  utanríkis- og þróunarsamvinnuráðuneytið.  Ég nefni dagsetninguna því þetta er rétt eftir Namibíufréttirnar og frábært framlag Íslendinga til þróunarsamvinnu þar. Verst eins og Bjarni fjármálaráðherra segir, að landlæg spilling í Namibíu skuli hafa mengað engilhreina aðkomu Íslendinga að málum þar. En nafnbreytingin sýnir alla vega góðan ásetning Bjarna og Þorsteins Más um að koma fátækri þjóð inn í ...
BREYTILEGT HVERJIR SNOBBA FYRIR SLETTUNUM

BREYTILEGT HVERJIR SNOBBA FYRIR SLETTUNUM

Á meðan útvarpsmaðurinn góðkunni, Ævar Kjartansson, kemur nærri hljóðnemanum hjá Ríkisútvarpinu er þeirri stofnun ekki alls varnað. Fjarri því.  Ef Ævar væri ekki að komast á aldur hefði hann verið kjörinn nýr útvarpsstjóri og þótt fyrr hefði verið!  Ævar hefur komið að gerð ótölulegs fjölda þátta á löngum starfsferli sínum, nú síðustu árin hefur hann stjórnað umræðuþáttum á sunnudagsmorgnum, sem síðan hafa verið endurteknir síðar.   Einn slíkur var í dag á dagskrá. Þar hafði Ævar fengið Gísla Sigurðsson, prófessor, til liðs við sig að ræða við Veturliða Óskarsson, prófessor við Uppsalaháskóla, um ...
SJÁVARAUÐLINDINA TIL ÞJÓÐARINNAR OG STJÓRNENDUR ISAVIA FRÁ!

SJÁVARAUÐLINDINA TIL ÞJÓÐARINNAR OG STJÓRNENDUR ISAVIA FRÁ!

gær tók ég, ásamt  Kára Stefánssyni , þátt í umræðu á sjónvarpsstöðinni   Hringbraut   undir stjórn   Bjartmars Alexanderssonar . Rætt var um Samherjamálið, kvótakerfið, uppljóstrara og áform um að hleypa fjárfestum á jötuna í Leifsstöð.  Þátturinn er hér ...