Í TILEFNI AF DEGI EINELTIS 8. NÓVEMBER
09.11.2019
Birtist á netmiðlinum visir.is 08.11.19. Hinn 8. nóvember er dagur sem hefur unnið sér sess sem baráttudagur gegn einelti og af því tilefni höfum við undirrituð nú um nokkurra ára skeið sent frá okkur sameiginlega hvatningu á þessum degi og mælst til að einstaklingar og stofnanir láti frá sér heyra klukkan eitt á hádegi með því að hringja bjöllum og þeyta horn og minna þar með á hve lífsnauðsynlegt það er að við séum öll vakandi og meðvituð um þann skaðavald sem einelti og áreiti er. Tildrög þessa samstarfs okkar má rekja til ársins 2009 þegar ...