Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Maí 2011

EIGNARRÉTTINDI EÐA MANNRÉTTINDI?

EIGNARRÉTTINDI EÐA MANNRÉTTINDI?

Merkileg umræða er að dragast upp á pólitískan himininn, ekki bara hér á landi heldur í Evrópu og víðar um lönd í kjölfar fjármálakreppu sem bankar uppá.
ÆÐRULEYSI OG YFIRVEGUN

ÆÐRULEYSI OG YFIRVEGUN

Það var fróðlegt að heimsækja þau svæði sem verst hafa orðið úti vegna eldgossins í Vatnajökli en í dag fór ég í kynnisför þangað ásamt forsætisráðherra og ráðuneytisfólki í innanríkisráðuneyti.
SMUGU sitelogo

GRUNDVALLARBREYTING: TIL VARNAR MANNRÉTTINDUM GEGN GLÆPUM

Birtist á vefritinu Smugunni 20.05.11. Við fyrstu sýn kann ný reglugerð um sérstakar aðferðir lögreglu við rannsókn sakamála, sem birt var á vef innanríkisráðuneytisins í dag, að virðast íþyngjandi og jafnvel vafasöm.
TIL VARNAR GRASRÓTARLÝÐRÆÐI

TIL VARNAR GRASRÓTARLÝÐRÆÐI

Birtist á vefritinu Smugunni 18.05.11. Árni Finnsson skrifar sérkennilega grein á Smuguna í tilefni skýrslu ríkislögreglustjóra vegna fyrirspurnar minnar um breska flugumanninn Mark Kennedy.. . Í skýrslu ríkislögreglustjóra kemur fram að íslenska lögreglan fékk upplýsingar erlendis frá um mótmælin við Kárahnjúka en lögreglan hafi ekki upplýsingar um hvernig þessar upplýsingar voru fengnar.Um leið og skýrsla ríkislögreglustjóra var sett á vefinn sendi ég frá mér yfirlýsingu sem birt var á vef innaríkisráðuneytisins og komu efnisatriði hennar að einhverju leyti fram í fjölmiðlum.
VÍTT SJÓNARHORN Í MANNRÉTTINDABARÁTTU EÐA...

VÍTT SJÓNARHORN Í MANNRÉTTINDABARÁTTU EÐA...

Mikilvæg umræða hefur spunnist bæði hér á landi og í Evrópu í kjölfar þess að breskur lögreglumaður, Mark Kennedy, varð uppvís að því að brjóta lög í starfi sínu sem flugumaður innan náttúrverndarsamtaka víða í Evrópu.
SAMKENND Í HÖRPU

SAMKENND Í HÖRPU

Við áttum það sameiginlegt við Grímur Thomsen að finnast óþægilegt að stíga inn í Roskilde kirkju -  dómkirkjuna dönsku suður af Kaupmannahöfn.
ÍSLAND OG AÐKOMUFÓLK

ÍSLAND OG AÐKOMUFÓLK

Fáir málaflokkar eru eins flóknir og viðkvæmir og sá málaflokkur sem settur er undir regnhlífina „útlendingamál" Sú regnhlíf er alltof stór enda misvísandi að tala um allt það sem er undir henni sem einn málaflokk.
EYJU - VIÐTAL

EYJU - VIÐTAL

Eyjan 07.05.11. Sjá viðtal: http://vefir.eyjan.is/vidtalid/2011/05/07/ogmundur-jonasson/. Skoðanakannanir sýna minnkandi stuðning við ríkisstjórnina og stjórnarflokkana.
MBL  - Logo

VEGGJÖLD Í LEIÐARA

Birtist í Mbl. 05.05.11. Í leiðara Morgunblaðsins í gær er varað við veggjöldum sem nýjum tekjustofni. Núverandi ríkisstjórn sé ekki treystandi að fá nýja tekjustofna í hendur, segir leiðarahöfundur, því hætt sé við að þar með verði settar auknar álögur á umferðina.
ÖBÍ 50 ára

AFREKSVERK ÖRYRKJABANDALAGSINS

Ávarp á hálfrar aldar afmæli ÖBÍ 5. maí  2011. Það er mér heiður að ávarpa Öryrkjabandalag Íslands á hálfrar aldar afmæli bandalagsins.. Öryrkjabandalag Íslands hefur alla tíð skipað heiðurssess í huga mínum.