Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Júlí 2020

PENINGAR EIGA AÐ HAFA ANDLIT

PENINGAR EIGA AÐ HAFA ANDLIT

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsis 01/02.08.20. ...Svo kemur skyndilega hljóð úr gagnstæðri átt. Forseti ASÍ segir hrægamma á flugi, hnita yfir bráð sinni, og formaður VR andmælir því að lífeyrisjóðir séu látnir þjóna gömmum: Ekki krónu til Icelandair á meðan þar er vaðið um á skítugum skónum, segir verkalýðshreyfingin og er öllum sýnileg. Ekkert skuggatal þar. Ég var í hópi þeirra sem fagnaði þessum yfirlýsingum og geri enn ...
LANDAKAUPAMÁLI EKKI LOKIÐ – VARLA HAFIÐ

LANDAKAUPAMÁLI EKKI LOKIÐ – VARLA HAFIÐ

Fyrir þinglok voru samþykkt á Alþingi lög um landakaup. Margir standa í þeirri trú að þar með sé búið að girða fyrir að erlendir auðkýfingar kaupi upp land á Íslandi eða íslenskir auðmenn safni jörðum á sína hendi. Hvorugt er rétt. Málinu er ekki lokið, það er varla hafið þótt málpípur auðmanna reyni að þyrla upp moldviðri og þá einnig stjórnmálamenn sem gjarnan vilja gefa í skyn að nú séu þeir lausir allra mála. Svo er ekki og má ekki vera. Þess vegna spyr ég í grein í Fréttablaðinu í dag hvenær næstu skref verði tekin ...
HVERNIG VÆRI AÐ HÆTTA AÐ AUGLÝSA?

HVERNIG VÆRI AÐ HÆTTA AÐ AUGLÝSA?

Veiran er aftur kominn á kreik og miklar spekúlasjónir um hvernig skuli brugðist við. Á að herða aftur á öllum samkomubönnunum, fjarlægðarkröfunum, skimunum og jafnvel ferðabanni? Fréttir herma að Kórónaveiran blossi nú upp í þeim löndum sem ferðamenn til Íslands koma einkum frá. Á að meina þeim að koma til Íslands? Hvernig væri að byrja á því að ...
AÐFERÐ SIGURÐAR NORDALS

AÐFERÐ SIGURÐAR NORDALS

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 18/19.07.20. Skrif hafa verið í blöðum að undanförnu um að nú ríði á að laða “afburðafólk” utan úr heimi hingað til lands, einn vill leggja íslensku af sem þjóðtungu svo við sköpum slíku fólki engin óþarfa vandræði, annar vill sérstakar skattaívilnanir afburðafólkinu til handa, sem reyndar hefur ratað inn í skattapakka Bjarna fjármálaráðherra “vegna Covid” eins og sumt annað sem nú er brallað í skjóli þeirrar veiru. Ekki vil ég gera lítið úr því hve  ...
SENDIBOÐI ANGÚSTÚRU

SENDIBOÐI ANGÚSTÚRU

... Núna var það Japan. Sendiboðinn heitir bókin og er eftir Yoko Tawada. Þetta er önnur bókin eftir hana sem Angústúra gefur út, hin fyrri nefndist Etýður í snjó. Þar voru ímyndunaraflinu engin takmörk sett og hið sama er uppi á teningnum nú. Sendiboðanum er lýst sem vísindaskáldsögu. Ég veit varla hvað mér fannst meðan á lestrinum stóð. En þótt aðeins vika sé liðin frá því ég las bókina þá ...  
ODDNÝ EIN Á VINSTRI VAKTINNI

ODDNÝ EIN Á VINSTRI VAKTINNI

Fyrir þinglok fór fram söguleg atkvæðagreiðsla á Alþingi. Einhvern tímann hefði hún alla vega þótt það. Samþykkt var með stuðningi þingmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, VG auk Viðreisnar, að ráðast í svokölluð “samvinnuverkefni” í samgöngumálum ... Samvinna af þessu tagi hefur verið kölluð einkaframkvæmd ...  Það merkilega er að allir eru stjórnarflokkarnir að svíkja sína umbjóðendur ...
ER VERIÐ AÐ JARÐA EIGNARRÉTTINN?

ER VERIÐ AÐ JARÐA EIGNARRÉTTINN?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 04/05.07.20. ...  Uppi hafa verið kröfur í þjóðfélaginu um að afgerandi bann yrði sett við eignasöfnun í landi. Svo hefur ekki verið gert og hélt forsætisráðherra því ranglega fram við atkvæðagreiðslu um frumvarpið að nú hefði kalli þjóðarinnar verið svarað. Því fer fjarri! ...
HJARTNÆMAR ÞAKKIR FYRIR AÐSTOÐ VIÐ KOSNINGASVIKIN

HJARTNÆMAR ÞAKKIR FYRIR AÐSTOÐ VIÐ KOSNINGASVIKIN

Þá er Alþingi búið að samþykkja lög frá ríkisstjórninni um samkomulag ( “samvinnuverkefni”)   hennar fyrir hönd okkar vegfarenda við fjárfesta um heimild þeim til handa að rukka okkur svo þeir geti haft   “eðlilegan afrakstur”   af fjárfestingum sínum.   Félag íslenskra bifreiðaegenda, FÍB, mótmælti enda þarna valin kostnaðarsöm leið og siðlaus vil ég bæta við; siðlaus í margvíslegum skilningi ...