Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Febrúar 2015

TISA

ÍSLENDINGAR SEGI SIG FRÁ TiSA VIÐRÆÐUM

Íslendingar eiga aðild að svokölluðum TiSA viðræðum (Trade in Services Agreement)  ásamt fjörutíu og níu öðrum ríkjum.
Gunnar kristjánsson 70

MÁLÞING TIL HEIÐURS GUNNARI KRISTJÁNSSYNI

Síðastliðinn föstudag var haldið máþing til heiðurs dr. Gunnari Kristjánssyni, fráfarandi prófasti á Reynivöllum í Kjós - sjötugum -  undir heitinu, Trú, Menning, Samfélag.
DV - LÓGÓ

HVER ÁKVEÐUR HVAÐ SAMIÐ ER UM Í TiSA VIÐRÆÐUM?

Birtist í DV 27.02.15.. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hefur lýst því yfir að TiSA samningurinn um markaðsvæðingu þjónustuviðskipta verði „gerður opinber strax og hann verður undirritaður." . Væri ekki ráð að samningurinn eða öllu heldur samningsdrögin verði gerð opinber áður en þau verða undirrituð af Íslands hálfu?Hinir snauðu í varnarbaráttu. TiSA samningarnir um markaðsvæðingu þjónustuviðskipta, (Trade in Services Agreement), hafa verið í burðarliðnum í um þrjú ár eða eftir að GATS viðræðurnar um sama efni sigldu tímabundið í strand vegna andstöðu ýmissa þróunarríkja svo og verkalýðshreyfingar sem andæfðu því að innviðir samfélaganna yrðu markaðs- og einkavæddir.. Samningarnir sigldu einnig í strand vegna þess hve lokaðar viðræðurnar voru og andlýðræðislegar.
Páll Guðmundsson 4

EFTIRMINNILEGUR MAÐUR

Í gær fór fram útför Páls Guðmundssonar, kennara og skólastjóra með meiru. Reyndar miklu meiru. Þannig kynntist ég Páli í hinu mikla verkfalli BSRB árið 1984 þar sem hann stýrði aðgerðum.
Landakotskirkja

ÞVERPÓLITÍSK SAMSTAÐA UM SANNGIRNISBÆTUR TIL LANDAKOTSBARNA

Í niðurlagi fréttafrásagnar vefmiðilsins Lifðu núna (lifdununa.is) um ný-framkomið frumvarp sem borið er fram af fulltrúum allra flokka á Alþingi og opnar á sanngirnisbætur til þolenda ofbeldis í Landakotsskóla á sinni tíð, segir m.a.:  Landakotsbörnin hafa reynt að ná fram réttlæti í sínu máli og hafa leitað leiða til að fá fulltrúa Vatikansins til að rannsaka mál þeirra.  Þau telja að málið snúist ekki eingöngu um sanngirnisbætur heldur að kirkjan viðurkenni þessi brot og biðjist opinberlega afsökunar.
Sveinn Máni Jóhannesson

FJALLAÐ AF ÞEKKINGU UM RÍKISVALD OG ÞEKKINGU

Í gær sótti ég athyglisverðan og vekjandi fyrirlestur Sveins Mána Jóhannessonar, sagnfræðings, um ríki og þekkingu í Bandaríkjunum á 19.
MBL- HAUSINN

TISA: LEYNISAMNINGAR UM AUKIÐ GAGNSÆI

Birtist í Morgunblaðinu 23.02.15.. Það er margt skrýtið í kýrhausnum. Alþjóðasamningar um þjónustuviðskipti , TiSA (Trade in Services Agreement) er samkvæmt skýrslu Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, frá því í mars á síðasta ári, ætlað „að fækka hindrunum í vegi fyrirtækja sem starfa á vettvangi þjónustuviðskipta og auka gangsæi í milliríkjasamningum með þjónustu." Hið mótsagnakennda er síðan að þessum miklu samningum um „gagnsæi" var ætlað að fara leynt! . . . Bak við lokuð tjöld . . . Ef ekki hefðu komið til uppljóstranir Wikileaks sl.
bsrb - 1. maí

TÍMI UPPRIFJUNAR UM ÞJÓÐARSÁTT

Þessa dagana er nokkuð um efnt sé til ráðstefnuhalds um kjaramálin og er þá fyrst og fremst  horft fram á veginn en einnig til baka megi það verða til þess að draga lærdóma af reynslunni.
Fréttabladid haus

“ÞVÍLÍK SKÖMM”

Birtist í Fréttablaðinu 23.02.15.. Á síðasta degi liðins árs birtist leiðari í Fréttablaðinu sem fjallaði um meðferð embættis Sérstaks saksóknara á málum sem embættið hefur haft til meðferðar.
Grikkland 2015

GRIKKIR, PENINGAR OG PÓLITÍK

Fróðlegt verður að fylgjast með framvindunni í Grikkandi og samskiptum Grikkja við umheiminn. Grikkir eru skuldum vafnir og er verkefni nýkjörinnar vinstri stjórnar að leggja línurnar um hvernig þeir geti unnið sig út úr þeim vanda.