Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Desember 2019

SUMIR SEGJA OKKUR FRÁ MENNINGUNNI, AÐRIR ERU MENNINGIN

SUMIR SEGJA OKKUR FRÁ MENNINGUNNI, AÐRIR ERU MENNINGIN

Nú á að fara að ráða nýjan útvarpsstjóra. Það skiptir máli hver þar stendur í stafni. Ég vil þann sem stendur í fæturna fyrir íslenska menningu. Ég þori varla að biðja um annan Andrés Björnsson því svo sjaldgæfir eru slíkir einstaklingar í seinni tíð. Ríkisútvarpið þarf að kunna skil á stefnum og straumum í mannlífi og menningu á alþjóðavísu svo og að sjálfsögðu, og ekki síst, íslenskum menningararfi. En það er ekki nóg að kunna að segja frá menningunni. Ríkisútvarpið á sjálft að vera menningin og þannig útvarpsstjóra þurfum við að fá. Slíkur maður var ...
VIÐ KVEIKJUM ELD – NATÓ KOLEFNISJAFNI

VIÐ KVEIKJUM ELD – NATÓ KOLEFNISJAFNI

Senn líður að því að við sprengjum út gamla árið. Ég sendi nokkra flugelda í loftið. Kaupi þá hjá Landsbjörg svo gagn og gaman fari saman. Svo loga brennur, kátt þær brenni. En hvað með kolefnisjöfnun? Þar er auðfundið ráð. Ríkisstjórnin segist litlu geta ráðið í NATÓ en þessu getur hún þó ráðið ef hún á annað borð vill: Hún getur ...
ÞANNIG VERÐA JÓLIN GLEÐILEG

ÞANNIG VERÐA JÓLIN GLEÐILEG

Á Þorláksmessu fór ég út í búð að versla. Þar hitti ég gamlan samferðarmann og vin. Hann dvelst langdvölum erlendis en stingur niður fæti hér um jólin. Hann spurði um pólitíkina á Íslandi. Ég sagði að hér væri lítil pólitík. Alltof lítil pólitík, því miður. Hann sagði:   Hér er þó ekki allt illt. Ég fór í bókabúð og sá að verið er að gefa út fimmtíu, sextíu nýjar bækur, gott ef ekki tuttugu eða þrjátíu ljóðabækur.  Ég horfði á viðmælanda minn þögull og  ...
GAGNSÆI EÐA HNÝSNI?

GAGNSÆI EÐA HNÝSNI?

Birtist í Fréttablaðinu 23.12.19. Auglýst hefur verið starf útvarpsstjóra. Umsóknir nema tugum. Fjölmiðlar velta vöngum, vel meðvitaðir um að tal og skrif um kost og löst á fólki er vinsælt umfjöllunarefni; hægt að gera sér mat úr slíku lengi vel. En stjórn Ríkisútvarpsins eyðileggur þennan leik og vill leggja það í mat umsækjenda sjálfra hvort nöfn þeirra skuli birt. Þá er okkur sagt að ...
TIL HJÁLPAR Í NAMIBÍU – TIL TILBREYTINGAR

TIL HJÁLPAR Í NAMIBÍU – TIL TILBREYTINGAR

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 21/22.12.19. og í Morgunblaðinu 23.2019. Rauði kross Íslands hefur ákveðið að efna til söfnunarátaks vegna neyðar af völdum þurrka og skógarelda í Namibíu. Af þessu tilefni lögðu margir við hlustir. Kannski vegna þess að í ljós hefur komið að Íslendingar hafa verið að skrifa sögu sína í því landi á sambærilegan hátt og nýlenduríki Evrópu skrásettu sína sögu með gjörðum sínum, einkum á nítjándu og tuttugustu öldinni, en einnig fyrir þann tíma og síðar, allt fram á okkar dag, um alla Afríku, víða í Asíu og Rómönsku Ameríku. Á nú að næla sér í syndaaflausn? Þetta voru ...
GÓÐAR FRÉTTIR ÚR HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTI

GÓÐAR FRÉTTIR ÚR HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTI

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, var enn eina ferðina boðberi góðra tíðinda í dag þegar hún kynnti lækkun komugjalda í heilsugæslunni og aukinn stuðning við ýmsa hópa sjúklinga. Ráðherrann lét þess getið að stefnt væri að gjaldfrírri heilsugæslu á árinu 2021. Þessi vegferð hefur áður verið boðuð og má þar visa í sambærileg skref fyrir réttu ári. Sjá hér...
FRAMFÖR Í MANNRÉTTINDAMÁLUM Á ÍSLANDI

FRAMFÖR Í MANNRÉTTINDAMÁLUM Á ÍSLANDI

Birtist í Morgunblaðinu 17.12.19. Á desemberfundi ECRI nefndar Evrópuráðsins voru rædd þau skref sem Ísland hefur stigið til að mæta ábendingum nefndarinnar sem settar höfðu verið fram í skýrslu um Ísland í febrúar 2017.  ECRI er skammstöfun á ensku heiti nefndarinnar, European Commission against Racism and Intolerance, það er, nefnd sem beitir sér gegn kynþáttahatri og umburðarleysi.   ECRI nefndin hefur þann hátt á að ...
STYÐJUM ÞAU TIL AÐ KOMA LIST SINNI Á FRAMFÆRI!

STYÐJUM ÞAU TIL AÐ KOMA LIST SINNI Á FRAMFÆRI!

Hér eru á ferðinni listamenn sem mig virkilega langar til að mæla með. Ég sótti tvívegis tónleika sem þau héldu í sumar og haust, annars vegar í Hólakirkju í Skagafirði og hins vegar í Sigurjónssafni í Reykjavík.  Þessir tónleikar voru afbragsðgóðir, klassískur gítarleikur Ögmundar Þórs og söngur Hlínar.  Þau eru með hljómdisk í smíðum og síðan koma tónleikar. Því betur mun þeim ganga þeim mun meiri stuðning sem við veitum þeim.  Margir þekkja karolinafund söfnunarformið. Það skýrir sig sjálft þegar farið er inn á þessa ...
HIÐ GLEÐILEGA VIÐ FRÖNSKU VERKFÖLLIN

HIÐ GLEÐILEGA VIÐ FRÖNSKU VERKFÖLLIN

Ég er staddur í Frakklandi þessa dagana. Sit nokkurra daga fund í Strassborg. Ég átti í nokkrum erfiðleikum að komast á leiðarenda vegna umfangsmikilla verkfalla í samgöngukerfinu. Kostaði tafir og útgjöld – sem enn eiga eftir að fara vaxandi því enn er ég úti, á leiðinni heim en óvíst hvernig! Enginn masókisti er ég en hressandi þótti mér engu að síður að vera minntur á mikilvægi starfa sem tekin eru sem gefin þangað til kemur að því að meta þau að verðleikum ...
FRED MAGDOFF Í BÆNDABLAÐINU

FRED MAGDOFF Í BÆNDABLAÐINU

Bandaríski vísindamaðurinn,   Fred Magdoff , sem hélt fyrirlestur hér á landi fyrir skömmu í fundaröðinni,   Til róttækrar skoðunar , er mættur á nýjan leik, nú í ítarlegu viðtali við   Bændablaðið . Yfirskriftin er:   Skynsamlegur landbúnaður og kapítalismi fara ekki saman.  Ég leyfi mér að hvetja þau sem sjá þessi orð að kynna sér þetta viðtal og umfjöllun Bændablaðsins sem á þakkir skilið fyrir að standa vaktina eina ferðina enn fyrir skynsemi og opna og upplýsta umræðu. Viðtalið í Bændablaðinu er hér ...