Fara í efni

STYÐJUM ÞAU TIL AÐ KOMA LIST SINNI Á FRAMFÆRI!

Hér eru á ferðinni listamenn sem mig virkilega langar til að mæla með. Ég sótti tvívegis tónleika sem þau héldu í sumar og haust, annars vegar í Hólakirkju í Skagafirði og hins vegar í Sigurjónssafni í Reykjavík.
Þessir tónleikar voru afbragsðgóðir, klassískur gítarleikur Ögmundar Þórs og söngur Hlínar.
Þau eru með hljómdisk í smíðum og síðan koma tónleikar. Því betur mun þeim ganga þeim mun meiri stuðning sem við veitum þeim.
Margir þekkja karolinafund söfnunarformið. Það skýrir sig sjálft þegar farið er inn á þessa slóð.       

https://www.karolinafund.com/project/view/2603