Fara í efni

Greinar

  • 23.08.2025

    ÁFANGASIGUR Í FORVARNABARÁTTU

    ... Eftir að kæra kom fram í vikunni hafa fjölmiðlar fyrst og fremst snúið sér til lögbrjótanna sem hafa fundið landslögum og ákæruvaldi allt til foráttu með vægast sagt hrokafullu tali. Þarna er öllu snúið á hvolf. Ég ætla hins vegar að leyfa mér að birta ágæta fréttatilkynningu framangreindra forvarnarsamtaka ...
  • 22.08.2025

    HEIMUR Á HVERFANDI HVELI – A WORLD ON THE WANE

    Myndin sýnir þau sem í fréttum er iðulega skírskotað til sem “alþjóðasamfélagsins”. Öll þekkjum við þetta: Svo illa hafi verið komið í Írak, Kongó, Venesúela, Líbíu, að ógleymdum öllum hinum ríkjunum að “alþjóðasamfélagið” hafi verið nauðbeygt til þess að skerast í leikinn. Þetta hefur átt við víða um mörg lönd. Einhverra hluta vegna hafa ... (Also in English) ...
  • 16.08.2025

    FRIÐUR FRAMAR ÖLLU!

    Pax optima rerum, Friður framar öllu öðru er titill nýrrar greinar eftir Alfred de Zayas í tímaritinu COUNTERPUNCH. Þessa fyrirsögn greinar sinnar sem fjallar um stöðu mála í Úkraínu í ljósi síðustu vendinga, sækir hann til Münster í Vestfalíu í Þýskalndi. Á minnigarskildi á ráðhúsinu þar er þess minnst með þessum orðum að endi var bundinn á ...
  • 16.08.2025

    EPLI OG APPELSÍNUR, TÚNFISKUR OG ÞORSKUR

    Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 16/17.08.25. ... Nákvæmlega þetta er að renna upp fyrir Íslendingum sem sjá drykkjarvatnið færast í hendur fjárgróðamanna, ferðaþjónustuna í hendur alþjóðlegra fjárfesta sem einnig eru farnir að rækta hér tré í ábataskyni í samræmi við grænan kapítalisma sem er einhver lævísasta uppfinning samtímans. En hver á að ráða ... ? Slagurinn stendur um lýðræðið ...
  • 15.08.2025

    FJÁRHÆTTUSPIL: UM RANNSÓKN ÞEIRRA ÞRIGGJA OG AFSTÖÐU FRAMKVÆMDASTJÓRA KSÍ

    Nýlega kom fram í rannsóknarverkefni unnið í Háskólanum á Akureyri um spilavanda fanga að hann reynist vera tuttugu sinnum algengari á meðal þeirra en almennt gerist í þjóðfélaginu. Rannsóknina unnu þær  Þykir mér þær og Háskólinn á Akureyri eiga þakkir skilið. Alma Björk Blön­dal Haf­steins­dótt­ir, Svan­hild­ur Skarp­héðins­dótt­ir og Berg­ljót E. Hermóðsdótt­ir ...
  • 14.08.2025

    HVER ER GLAÐI SUMARDANSARINN?

    Mér hálf brá í brún þegar ég sá þessa mynd á hólelgangi í Vínarborg í maí síðastliðnum. Þóttist þekkja þennan lífsglaða sumarálf dansandi í sólskininu og slík voru tilþrifin að mynd af honum vann til verðlauna í ljósmyndasamkeppni sem mér skildist að tengdist einhvers konar friðarviðleitni. Samkvæmt texta undir myndinni ...
  • 11.08.2025

    VEL MÆLT SIV

    Siv Friðleifsdóttir, fyrrum alþingismaður og heilbrigðisráðherra skrifar hörkugóða grein á vísi.is í dag þar sem hún þakkar starfsfólki ÁTVR þrautseigju en gagnrýnir jafnframt stjórnvöld, þar með lögregluyfirvöld, fyrir að sinna ekki lögbundnu hlutverki sínu. En málið snýst ekki aðeins um lög eins og fram kemur í grein Sivjar heldur einnig um siðferði, félagslega ábyrgð og lýðheilsu. ...
  • 09.08.2025

    SÝN SACHS Á (Ó)FRIÐARHORFUR Í ÚKRAÍNU

    Hér að neðan er slóð á sjónvarpsþátt frá því í maí þar sem Jeffrey Sachs sat fyrir svörum hjá Pascal Lottaz um heimsmálin með áherslu á Úkraínustríðið og hvernig megi leiða það til lykta. Sachs bendir á að í því samhengi þurfi að horfa til fjögurra aðila ... Stutt samantekt á helstu atriðum ....
  • 08.08.2025

    HVAÐA “ALÞJÓÐASAMFÉLAG” ER AÐ BREGÐAST? - WHO IS TO BLAME?

    Framvindan á Gaza, gegndarlaust ofbeldið, grefur undan trú fólks á alþjóðasamfélaginu sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra í viðtali í Ríkisútvarpinu í morgun, og játaði vanmátt sinn og íslenskrar ríkisstjórnar frammi fyrir þessum ósköpum. Bætti því reyndar við að áherslubreyting hefði orðið í þessum efnum frá síðustu stjórnarskiptum á Íslandi; var svo að skilja á forsætisráðherranum að gagnrýni íslenskra stjórnavalda væri nú orðin skeleggari. Sannast sagna kem ég ekki auga á ... ALSO IN ENGLISH...
  • 04.08.2025

    ER RÉTTARRÍKIÐ AÐ BROTNA NIÐUR?

    Látum liggja á milli hluta hvað mönnum finnst um Hvammsvirkjun. Hugleiðum það eitt hvað það þýðir þegar yfirvöld hunsa lög og reglur og dómsniðurstöður. Þetta á við um Hvammsvirkjun og þetta á við um ólglega áfengissölu. Þótt úrskurðanefnd umhverfis og auðlindamála hefði gefið út bráðabirgða kröfu um að framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar yrðu stöðvaðar tafarlaust ...
  • 03.08.2025

    ÆFING Í JAFNAÐARGEÐI

    ... En þegar ekki er einu sinni svo gott að hægt sé að spá breytilegu veðri eru galvaskir skipuleggjendur hátíðahalda teknir tali þar sem þeir segja að mikill hugur sé í mönnum og gríðarleg eftirvænting og stemming aldrei verið betri. Við svo búið er brugðið sumarmelli á fóninn í hljóðstofu og við heyrum hljómsveit Ingimars Eydal syngja og leika Í sól og sumaryl eða einhverjir yngri músíkantar kyrja svipaða lofgjörð um sæla sumardaga ...