Fara í efni

JÓLIN 2025

Gleðileg Jól og gæfuríkt ár
óskum hér landsmönnum
Burt með þras og trega tár
traust og hlýhug sönnum.

Á BESSASTÖÐUM

Fálkaorðu þau fá í barminn
fyrir sósum lítið eitt
Lyftir sál og léttir harminn
hjá liðinu yfirleitt.

Ísrael

Sögðust þar vera í vörn
viðbjóðinn fela
Daglega þeir drápu börn
dæmum Ísraela.

Höf.
Pétur Hraunfjörð