UPPLÝSANDI GREINAR KÁRA UM ORKUMÁL
Annað veifið hefur Kári birt athyglisverðar greinar hér á síðunni um orkumál í dálkinum Frjálsir pennar.
Greinar hans hafa verið einkar upplýsandi, skýrar og markvissar, en einnig hefur hann iðulega brugðið sér «út fyrir boxið» og skoðað málin frá öðrum sjónarhóli en gengur og gerist – stundum á ögrandi hátt.
Þannig spurði hann í grein sem birtist hér á síðunni í september hvort svo gæti verið komið að endurmeta þyrfti almennt viðhorf til kjarnorkunnar; hvort reynslan hefði kennt okkur nóg til þess að umgangast kjarnorku á annan og varfærnari hátt en áður gerðist. Ef til vill gætum við lært af náttúrunni hvernig fara bæri með kjarnorkuna og að tilraunir með kjarnorku til friðsamlegra nota í Kína, Sviss og Danmörku lofuðu góðu. Fyrirsögn greinarinnar er, Kjarni jarðar, kjarnorka og viska náttúrunnar - Hugsun á tímaskala eilífðar og má nálgast hana hér: https://www.ogmundur.is/is/frjalsir-pennar/kjarni-jardar-kjarnorka-og-viska-natturunnar-hugsun-a-timaskala-eilifdar
Grein hans nú í desember um raforkumál í Evrópusambandinu - orkupakkana svonefndu – er góð upprifjun og gott að hafa í farteskinu nú þegar Evrópusambandið er farið að sækja það stíft að fá Ísland innlimað í ESB. Fyrirsögn greinarinnar er Árekstrar og lýðræðishalli í orkumálum og má nálgast hana hér: https://www.ogmundur.is/is/frjalsir-pennar/arekstrar-og-lydraedishalli-i-orkumalum
------------------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course: https://www.ogmundur.is/
(Ábending: Margir þeirra sem hafa viljað skrá sig á útsendingarlista fréttabréfsins hafa orðið fyrir því að fá ekkert viðbragð eftir skráningu. Skýringin hefur oftar en ekki verið sú pósturinn hefur hafnað í ruslpósti. Fólk gæti að þessu.
To be taken note of: Sometime people who have wanted to subscribe to the news-letter (by pressing skrá netfang and by then giving their e-mail, netfangið þitt) have not got any confirmation. Ususally this is because the reply has been dirceted to the trash bin. Be aware of this.)