Fara í efni

Greinar

  • 03.10.2024

    Í BOÐI DYNKS

    ... Það sem mér þótti merkilegt var að hlusta á umræður þeirra Lionsfélaga um það hvernig þeir gætu látið gott af sér leiða í byggðinni. Tíundað var með viðurkenningarorðum hvað önnur samtök heðfu gert og þá ekki síst samtök kvenna. ...
  • 30.09.2024

    ZAYAS FRÁ SAFNAHÚSI Í SAMSTÖÐINA

    Síðastliðinn laugardag talaði Alfred de Zayas fyrir fullum sal í Safnahúsinu í Reykjavík. Samdægurs ræddi Karl Héðinn Kristjánsson við hann á Samstöðinni og er viðtalið þegar komið í birtingu á youtube og vef Samstöðvarinnar. Þetta viðtal á efalaust eftir að fá mikið áhorf sem youtube þáttur. Hvet ég lesendur til að gefa sér tíma til að ...
  • 29.09.2024

    ALFRED DE ZAYAS FYRIR FULLU HÚSI

    Skipað var í hvert sæti í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík á opnum hádegisfundi á laugardag. Fólk var komið til að hlýða á Alfred de Zayas prófessor í lögum við háskóla í Genf en hann hefur áratuga reynslu sem sérfræðingur mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í ...
  • 27.09.2024

    SVONA Á ÞÖGGUN SÉR STAÐ!

    Ég vildi dreifa á feisbók fréttinni hér að neðan þar sem ég vísa í viðtal á Samstöðinni um fyrirhugaðan fund sem ég stend að í Safnahúsinu á morgun. Færslan var þurrkuð út. Og skýringin er svo hér að neðan. Ég er semsagt sagður vilja blekkja lesendur og að það ...
  • 27.09.2024

    ALFRED DE ZAYAS KYNNTUR TIL LEIKS

    Ég vil þakka Samstöðinni fyrir að vilja kynna fyrirhugaðan fund í Safnahúsinu við Hverfisgötu klukkan 12 á morgun, laugardag með Alfred de Zayas. Ef einhvern tímann var í alvöru þörf á alvöru-umræðu um alþjóðamál þá er það nú þegar haldið er með heiminn nánast sofandi út á ystu nöf kjarnorkutotímingar. Ekki sofa þó allir. Í það minnsta ekki ...
  • 24.09.2024

    ÞAÐ SOFNAR ENGINN HJÁ ALFRED DE ZAYAS

    ... Í stuttu máli má segja það til upplýsingar um Alfred de Zayas að hann er prófessor í alþjóðalögum við Háskólann í Genf. Áður starfaði hann m.a. sem óháður sérfræðingur mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í alþjóðamálum og ritari nefndarinnar. Auk þess hefur hann verið ... Alfred de Zayas er ekki maður lognmollunnar, óhræddur að halda fram  sjónarmiðum sínum jafnvel þegar þau ganga þvert á meginstrauminn ...
  • 24.09.2024

    GÆTUM VIÐ ÞETTA?

    Síðastliðinn sunnudagur var “bíllaus dagur” í Brussel. Ég var staddur í borginni og varð vitni að því hvernig til tókst. Og viti menn, borgin varð í alvöru bíllaus! Leigubílar voru að vísu á ferðinni og að sjálfsögðu sjúkrabílar og lögreglubílar en til algerra undantekninga heyrði að sjá “einkabílinn“ á götum borgarinnar þennan dag. Þar fóru menn um á tveimur ...
  • 23.09.2024

    RÉTTLÆTI OG RANGLÆTI TIL UMRÆÐU Í BRUSSEL

    ... Í tengslum við fund okkar í Brussel sóttu sum okkar bókakynningu sem haldin var til að vekja athygli á nýútkominni bók um Ali Aarrass. Titill bókarinnar er Le ciel est un carré blue, Himinninn er blár ferningur. Undirtitill er 12 ár í spænskum og marakóskum fangelsum. Ali Aarrass er Belgi, ættaður í aðra ætt frá Marokkó. Ali bjó um skeið á Spáni en þar var hann handtekinn árið 2008 sakaður um ...
  • 21.09.2024

    Í HVAÐA VASA VILTU BORGA?

    Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 21/22.09.24. ... Sú staðreynd sem alltof oft hefur gleymst í þessari umræðu er að húsnæði er alltaf í eigu einhvers, bæjarfélags, félagslegs leigusala, leigusala sem tekur sér arð og stundar útleigu húsnæðis til ábatasköpunar eða þá íbúans sjálfs ...
  • 19.09.2024

    BJÖRNS JÓNASSONAR MINNST

    Útför Björns Jónassonar bróður míns fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 17. september. Hér eru birtar minningargreinar um Björn sem birtust í Morgunblaðinu og einnig skrif sem birtust á samfélagsmiðlum. Þá er hér ræða séra Kristins Ágústs Friðfinnssonar við útförina svo og bróðurminning mín...
  • 17.09.2024

    ÚTFÖR BJÖRNS BRÓÐUR MÍNS

    Í dag, þriðjudaginn 17. september klukkan 15, fer fram útför Björns bróður míns frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, vinur Björns, jarðsyngur hann. Morgunblaðið birtir fjölda minningargreina um Björn og auk þess er fjölda greina að finna á samfélagsmiðlum. Ég mun birta þessi skrif hér á síðunni fyrr en síðar. Þess má geta að útför Björns verður streymt á þessari slóð ...