Fara í efni

Greinar

  • 08.12.2024

    BREIÐFIRÐINGAKÓRINN SÖNG INN JÓLIN

    ... Þegar Friður, friður Frelsarans ómaði við lag Mendelsohns og ljóð Ingólfs Jónssonar frá Prestbakka hugsaði ég - og án efa var ég ekki einn um það – hve mjög heimurinn þyrfti á slíkum boðskap að halda. ...
  • 08.12.2024

    UM KOSNINGARNAR Á SAMSTÖÐINNI OG BYLGJUNNI

    Í nýliðinni viku var mér boðið í viðtal á tveimur fjölmiðlum, Samstöðinni hjá Gunnari Smára að hans Rauða borði og síðan í morgunútvarp Bylgjunnar - Í Bítið -hjá þeim Heimi og Lilju Katrínu.  Á báðum stöðvunum var að sjálfsögðu rætt um nýafstaðnar kosningar bæði í þröngu og víðu samhengi. Einnig var rætt um ...
  • 08.12.2024

    JEFFREY SACHS UM SÝRLAND OG NÝLENDUVELDI GÖMUL OG NÝ!

    Hinn þriðja desember átti blaðamaðurinn Piers Morgan viðtal við Jeffrey Sachs, prófessor við Columbia háskólann í New York um Sýrland tilraunir til «valdaskipta» og valdaskipti «regime change» bæði þar og í öðrum ríkjum Mið-Austurlanda sem hann segir öll meira og minna runnin undan rifjum Netanjahús, forsætisráðherra Ísarels, svo og Bandaríkjanna með dyggum stuðningi ...
  • 30.11.2024

    NÚ ÞARF AÐ KJÓSA FÓLK SEM STENDUR Í FÆTURNA Í STJÓRNARANDSTÖÐU

    ... Það sem við þurfum á að halda nú er eitthvað miklu meira afgerandi. Við þurfum á að halda alvöru baráttu til varnar og sóknar gegn hernaðarhagsmunum og auðvaldi sem hefur troðið sér inn í alla anga samfélagsins og vill enn meira, ekki bara kvótann, heldur firðina, vatnið, bæði heitt og kalt, jarðnæði; allar auðlindir hverju nafni sem þær nefnast, innviðina og orkuna ...
  • 30.11.2024

    VILJA UNDIR PILSFALD EVRÓPUSAMBANDSINS

    Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 30.11/01/12.24. Í upphafi kjörtímabils sumarið 2009 ákvað þáverandi ríkisstjórn að hefja samningaviðræður um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þetta var málamiðlun ríkisstjórnarflokkanna, Samfylkingar og Vinstri grænna. Samfylkingin vildi aðild, VG var henni andvíg. Flokkarnir urðu sammála um að verða ósammála og yrði ...
  • 29.11.2024

    AF ÁRSGÖMLUM FUNDI Í VÍNARBORG UM ÁBYRGÐ Í ALÞJÓÐASTJÓRNMÁLUM

    Hinn 21. september í fyrra var mér boðið að taka þátt í málstofu í Vínarborg þar sem fjallað var um ábyrgð í alþjóðasamskiptum, Responsibility in International Relations. Á fundinum, sem var lokaður, voru flutt 12 erindi auk inngangserindis Hans Köchlers, prófessors emeritus í heimspeki við háskólann í Innspruck, en hann veitir forstöðu þeirri stofnun sem ...
  • 28.11.2024

    KOSNINGASPRENGJA?

    Óhætt er að fullyrða að efnaðri hluti þjóðarinnar hefur ekki áður kynnst annarri eins gósentíð og nú. Á sama tíma berjast aðrir í bökkum og ráða ekki við að koma þaki yfir höfuðið. Í þessum óhjöfnuði birtist ranglæti sem almenningi svíður og skýrir eflaust að einhverju leyti slakt gengi þeirra flokka sem setið hafa í stjórn á undanförnum árum. Morgunblaðið er aldrei hlutlaust fyrir kosningar og ...
  • 28.11.2024

    FRAMHALD VERÐI Á LÝÐRÆÐISVÖKUNNI

    Stjórnmálaflokkar landsins fá árlega nokkur hundruð milljónir króna til stuðnings starfsemi sinni. Réttlætingin er sú að lýðræðið kosti. Forsvarsmenn stjórnmálaflokkanna benda á að ef enginn fjárstuðningur kæmi úr ríkissjóði væru flokkarnir ofurseldir ...
  • 26.11.2024

    PÓLITÍSKT PAR

    Þessi mynd er tekin árið 2009 af þáverandi formanni og varaformanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, yfir sig hamingjusöm á sviði saman. Þetta var að sjálfsögðu áður en Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði og Evrópusinnar sögðu sig frá Sjálfstæðisflokknum og mynduðu Viðreisn. Eflaust er mismunandi mat fólks á því hvor flokkurinn standi ...
  • 24.11.2024

    JEFFREY D. SACHS Í HEIMSÓKN Á HEIMASÍÐU

    Jeffrey D. Sachs sendir reglulega frá sér pistla og mun ég birta þá eftir föngum hér á síðunni í dálkinum Frjálsir pennar. Það geri ég í samráði við höfundinn. Ég mun, að því marki sem ég hef tök á, gefa úrdrátt úr þessum skrifum hér á síðunni jafnframt því sem ég birti pistlana á ensku ...
  • 22.11.2024

    FÓLKIÐ SEM SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN OG VIÐREISN TREYSTIR EKKI

    ... Þá er einnig rétt að vara við felulitunum sem Viðreisn sveipar sig. Svar flokksins er einmitt ágætt dæmi um slíka feluliti; að þykjast bera hag almennings fyrir brjósti þegar í reynd er verið að ganga erinda þröngra verslunarhagsmuna. Í þessu samhengi þarf einmitt að spyrja hvert sé það fólk sem Viðreisn treystir? Fyrir nokkrum vikum ...