17.09.2024
ÚTFÖR BJÖRNS BRÓÐUR MÍNS
Í dag, þriðjudaginn 17. september klukkan 15, fer fram útför Björns bróður míns frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, vinur Björns, jarðsyngur hann. Morgunblaðið birtir fjölda minningargreina um Björn og auk þess er fjölda greina að finna á samfélagsmiðlum. Ég mun birta þessi skrif hér á síðunni fyrr en síðar. Þess má geta að útför Björns verður streymt á þessari slóð ...