Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Ágúst 2019

ER NÁTTÚRUVERNDIN ORÐIN GEGNSÝRÐ FLOKKSPÓLITÍK?

ER NÁTTÚRUVERNDIN ORÐIN GEGNSÝRÐ FLOKKSPÓLITÍK?

Eitt af því sem ég á erfitt með að fá botn í er afstaða/afstöðuleysi náttúruverndarsamtaka til þess að Íslendingar undirgangist evrópskan orkumarkað með öllum þeim hvötum sem þar era ð finna til hámarks virkjunar orku/náttúrugersema. Í grein   Arnar Þorvaldssonar   sem í dag birtist í netútgáfu Fréttablaðsins segir m.a. :   “Auk þess sem þegar hefur verið nefnt, furðar það undirritaðan að umhverfisverndarsamtök á Íslandi séu ...
Í NAFNI ORKUNNAR OKKAR

Í NAFNI ORKUNNAR OKKAR

Nú líður að atkvæðagreiðslu um Orkupakka3 og er tilfinningin svipuð og í aðdraganda annarra pakka frá fyrri tíð, sem minna um sumt á þennan nýjasta, svo sem hlutafélagavæðing Símans, “sem aldrei átti að selja”, og ríkisbankanna h/f sem aðeins átti “að formbreyta, ekki selja.” Nú er að sögn á ferðinni smávægileg formbreyting á fyrirkomulagi orkumála sem engin áhrif hefur. Ég hef gert nokkuð af því að koma á framfæri sjónarmiðum grasrótarsamtakanna, Orkunnar okkar. Þannig áttum við nokkur fulltrúar Oo ...
LOFSVERT FRAMTAK KLAGEMAUER TV

LOFSVERT FRAMTAK KLAGEMAUER TV

... Í þessu samhengi er skiljanlegt að Klagemauer TV skuli hafa fylgst sérstaklega með umræðu um Orkupakka 3 (og þá einnig tilraunir til að þagga þá umræðu).Hér má nálgast opinn umræðufund um orkupakka 3 á Selfossi fyrir skemmstu á vegum Miðfloksins en á  komum við nokkur fram í nafni baráttusamtakanna Orkan okkar ...
17 – 0 FYRIR KÁRA!

17 – 0 FYRIR KÁRA!

Á tæpu ári hafa birst 17 greinar hér á síðunni í dálkinum  Frjálsir pennar   eftir Kára um þriðja orkupakkann.   Í greinunum hefur höfundur kafað í alþjóðalög og þá sérstaklega Evrópurétt til að varpa ljósi á Orkupakka 3, hverjar skuldbindingar eru í honum fólgnar.   Sjálfum hefur mér fundist Kári mjög sannfærandi enda talar hann af mikilli þekkingu og rökvísi um málefnið.   Þess vegna titillinn!   Ég hvet öll þau sem ekki hafa lesið greinar Kára að kynna sér þær en slóðir sem vísa á þær eru hér fyrirneðan.   Enginn véfengir að ...
STENDUR TIL AÐ BIÐJA KJARARÁÐ AFSÖKUNAR?

STENDUR TIL AÐ BIÐJA KJARARÁÐ AFSÖKUNAR?

Birtist í helgarblaði Morgunblðasins 31.08/01.09.19. Fyrir nokkrum árum varð mikið uppnám á Alþingi þegar til umræðu voru teknar boðsferðir bankastjóra með vini og vildarmenn í dýrar laxveiðiár. Í umræðunni á þingi voru þung orð látin falla um spillingu.  Fljótlega kom í ljós að það voru ekki laxveiðarnar sem fóru fyrir brjóstið á gagnrýnendum heldur hvernig að boðsferðunum var staðið. Þær höfðu nefnilega ekki verið færðar til bókar í fundargerðum bankaráðanna með tilhlýðilegum hætti.   Svo var því kippt í liðinn sem að sjálfsögðu  ...
SNORRI INGIMARSSON: LIFIR ÞÓTT HANN DEYI

SNORRI INGIMARSSON: LIFIR ÞÓTT HANN DEYI

...  Snorri er vinum sínum mikill harmdauði. Kannski er það vegna afneitunar á því að bráðasjúkdómur skyldi verða honum að aldurtila svo snögglega, en þannig er því varið með mig, að einhvern veginn finnst mér ekki ganga upp að segja að Snorri Ingimarsson sé allur. Hann er það nefnilega ekki í mínum huga og hygg ég að þar mæli ég fyrir munn margra ...
AÐ LIFA AF KRAFTI

AÐ LIFA AF KRAFTI

... Á textann hér að ofan rakst ég á þegar ég rótaði í gögnum frá dvöl á vesturströnd Bandaríkjanna sumarið 2014. Þá nutum við um hríð gestristni frænda konu minnar, Skagfirðingsins, Jóns Pálmasonar og konu hans Ann í Seattle í Washington ríki. Faðir Jóns var læknir og eins og sonurinn áhugamaður um allt sem hrærðist í umhvefi hans ... Svo var það amma Ann, skáldkonan Georgina MacDougal Davis. Hún var  ...
SIGURÐUR INGI SÓLAR SIG

SIGURÐUR INGI SÓLAR SIG

Birtist í Morgunblaðinu 20.08.19. Um miðbik sumars birtist grein í Morgunblaðinu eftir formann Framsóknarflokksins, Sigurð Inga Jóhannsson, undir sólríkri fyrirsögn: Af stjórnmálum og sólskini.  Greinin er skrifuð rétt eftir að ríkisstjórnin hafði skýrt frá undanhaldi sínu í “hráakjötsmálinu”, að hún hygðist ekki verða við áskorunum um að taka þetta umdeilda mál upp á nýjum forsendum gagnvart EES og setja ...
GETUR VERIÐ RÉTT AÐ SKIPTA UM SKOÐUN?

GETUR VERIÐ RÉTT AÐ SKIPTA UM SKOÐUN?

Biritst í helgarblaði Morgunblaðsins 17/18.08.19. Ég er ekki frá því að umræða í þjóðfélaginu um innleiðingu orkustefnu Evrópusambandsins hér á landi sé að breytast. Að hluta til er það vegna þess hve mjög hún hefur dregist á langinn. Eða öllu heldur, hve mjög hún hefur verið dregin á langinn. Málþóf á Alþingi í mikilvægustu hitamálum getur þannig verið til góðs ... En hvernig hefur umræðan breyst? ...  
MEÐ SÓL Í HJARTA

MEÐ SÓL Í HJARTA

Hann er heldur svalari en fyrir aðeins fáeinum dögum en því get ég lofað fólki að þau eru með sólina í hjarta sínu þau  Hlín Pétursdóttir Behrens  sópransöngkona og  Ögmundur Þór Jóhannesson  gítar­leikari sem leika á sumar­tónleik­um  Lista­safns Sigur­jóns Ólafs­sonar, þriðju­dags­kvöldið 13. ágúst. Hvað gerir mig þess umkominn að segja þetta? Svarið er að ég sótti tónleika þeirra í dómkirkjunni að Hólum í Hjaltadal eins og fram kom á heimasíðu minni og tala því af eigin reynslu.