Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Janúar 2022

NEIL YOUNG OG JONI MITCHELL KREFJAST RITSKOÐUNAR

NEIL YOUNG OG JONI MITCHELL KREFJAST RITSKOÐUNAR

J oe Rogan heitir þáttastjórnandi á netveitunni Spotify. Nýlega fékk hann til sín sérfræðinga í hjarta- og smitsjúkdómum sem vöruðu við bólusetningu barna gegn Covid. Þetta sjónarmið heyrist frá fjölda sérfæðinga, meðal annars hér á landi, þótt ráðandi sjónarmið séu á annan veg.  Nú bregður svo við að þekktir listamenn sem eiga tónlist sem aðgengileg er á Spotify krefjast þess að hún verði fjarlægð af veitunni ef þáttastjórnandinn fái áfram að fara sínu fram. Það er ekki pláss fyrir okkur báða á Spotify, mig og Joe Rogan var haft eftir Neil Young.  Nú hefur það gerst að ...
ER AFNÁM 70 ÁRA REGLUNNAR RÉTTARBÓT?

ER AFNÁM 70 ÁRA REGLUNNAR RÉTTARBÓT?

... Reyndar er ekkert í núgildandi lögum sem bannar fólki eldra en sjötíu ára að starfa. Lagakvöðin snýr aðeins að því að við þessi aldursmörk skuli ljúka réttinum til fastráðningar.  Árin sem ég starfaði hjá BSRB bar þessi mál oft á góma og sýndist sitt hverjum. Eftir því sem ég hugsaði málið betur þótti mér engin réttarbót felast í því að afnema þessi aldursmörk þótt ég sjái að sjálfsögðu að á þessu eru kostir og gallar.  Þegar málið kom til umræðu á Alþingi árið 2020  ...
EKKI BEST Í HEIMI TAKK!

EKKI BEST Í HEIMI TAKK!

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 29/30.02.22. ...  Nú á aftur að slá heimsmet. Okkur er sagt að Ísland skuli leiða heiminn til orkuskipta, verða fyrsta þjóð í heiminum sem búi við umhverfisvæna orku á öllum sviðum, til húshitunar, samgangna og við framleiðslu. Nú skuli öllu kostað til – enda framtíð heimsins í húfi að Íslendingar leggi línurnar. Og aftur er sagt, við höfum allt til alls, nánast óendanlega mengunarlausa orku til eigin nota og hugsanlega fyrir aðra líka, við megum ekki bregðast! Stjórnmálamenn sem varla hafa sýnt náttúrunni meiri áhuga en að fara niður að tjörn að gefa öndunum eru skyndilega brennandi í umhyggju sinni fyrir  ...
Á FUNDI Í VINNUSKÚR SAMSTÖÐVARINNAR

Á FUNDI Í VINNUSKÚR SAMSTÖÐVARINNAR

Hér að neðan má nálgast slóð á umræðuþátt á  Samstöðinni   um verkalýðsmál og stjórnmál í boði   Gunnars Smára Egilssonar.   Í upphafi þáttar sat ég fyrir svörum um nýútkomna bók mína   Rauða þráðinn   en þó fyrst og fremst árin hjá BSRB og afstöðu til ýmissa málefna sem tengjast verkalýðsbaráttu. Síðar bættust formenn ASÍ, BSRB og Öryrkjabandalagsins í hópinn.   Ég hef stundum áður látið þess getið hve vaxandi ...
BYLGJAN HEIMSÓTT Í BÍTIÐ

BYLGJAN HEIMSÓTT Í BÍTIÐ

Í upphafi vikunnar heimsótti ég þessa tvo, Heimi og Gulla, sem stýra morgunútvarpi Bylgjunnar. Við ræddum nýútkomna bók mína   Rauða þráðinn , sem nú er komin aftur í búðarhillurnar. Hér má hlýða á samtal okkar ... 
SKYLDULESNING

SKYLDULESNING

...Ég var mjög ánægður þegar ég las umfjöllun í FÍB blaðinu fyrir nokkrum vikum um ásælni tryggingafélaga í peninga okkar og hve langt eigendur þeirra gengju í að greiða sjálfum sér arð á okkar kostnað. En viti menn fyrir þetta var FÍB refsað eins og lesa má í fréttatilkynningu frá félaginu ...
UMFJÖLLUN UM BÓK

UMFJÖLLUN UM BÓK

Eins og hér segir í inngangsorðum hér að ofan úr pistli Björns Jóns Bragasonar er hér fjallað um  Rauða þráðinn , nýútkomna bók mína. Greinina má lesa hér ...
Í SAMRÆÐU VIÐ ARNAR ÞÓR UM ATLÖGUNA AÐ LÝÐRÆÐINU

Í SAMRÆÐU VIÐ ARNAR ÞÓR UM ATLÖGUNA AÐ LÝÐRÆÐINU

Í dag fékk Arnar Þór Jónsson lögmaður og varaþingmaður mig í spjall í útvarpsþætti sem hann stýrir á  Útvarpi Sögu.   Margt bar á góma, alþjóðavæðing fjármagnsins og atlaga þess gegn lýðræðinu var á meðal annars tekin til umræðu og að sjálfsögðu   Rauði þráðurinn , nýtgefin bók mín þar sem þessi mál eru til skoðunar. Hlýða má á samtal okkar hér ...
ÖRLÆTI  LYFTIR ANDANUM

ÖRLÆTI  LYFTIR ANDANUM

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 15/16.01.22. ... Í viðtölum við fjölmiðla sagði Katrín Þorvaldsdóttir, fyrir hönd erfingja dánarbúsins, að foreldrar sínir hefðu gert sér grein fyrir því frá upphafi að þau væru að safna listaverkum fyrir íslensku þjóðina eins og þeir sem söfnuðu íslensku handritunum svo að þjóðin gæti notið þeirra um ókomna tíð. Hvílíkur minnisvarði um stórhug!En minnisvarða reisti Þorvaldur einnig með  ...
JÓLABÓK ÓVENJU SNEMMA Á FERÐINNI (1)

JÓLABÓK ÓVENJU SNEMMA Á FERÐINNI (1)

 ... Ég svaraði því til að þetta lýsti mikilli fyrirhyggju. Þessi fyrsta bók á árinu gæti að sjálfögðu átt eftir að verða jólabók, að vísu ekki bók síðustu jóla, heldur þeirra næstu. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið fyrir jólin 2022. Án grins þá er það svo að fyrsta sending   Rauða þráðarins   er komin í verslanir en er við það að seljast upp á fyrstu metrunum. Víða uppseld en sums staðar eru enn til eintök – að því að mér er sagt. Önnur sending er á leiðinni.