Fara í efni

SKYLDULESNING


Fyrir nokkru síðan gekk ég í Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Ég gerði það af tveimur ástæðum. Með aðildinni tryggði ég öryggi mitt með ýmsum hætti. Hin ástæðan var sú að mér þótti málflutningur FÍB jafnan vera sannfærandi og standa vörð um þá hagsmuni sem félagið var stofnað til að verja. Þetta gerðu forsvarsmenn félagsins af einurð og óttaleysi. 
Ég var mjög ánægður þegar ég las umfjöllun í FÍB blaðinu fyrir nokkrum vikum um ásælni tryggingafélaga í peninga okkar og hve langt eigendur þeirra gengju í að greiða sjálfum sér arð á okkar kostnað.
En viti menn fyrir þetta var FÍB refsað eins og lesa má í fréttatilkynningu frá félaginu:

https://www.fib.is/is/um-fib/frettir/sjova-refsar-fib-fyrir-gagnryni 

Hér er svo stjórn Sjóvár: https://www.sjova.is/um-okkur/fjarfestar/stjorn-og-stjornarhaettir/