Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Mars 2016

Stundin

ILLUGA SVARAÐ: LÍÐAN EFTIR ATVIKUM GÓÐ

Birtist á vef Stundarinnar en þar skrifar Illugi Jökulsson. Það jaðrar við að ég þurfi að biðja Illuga Jökulsson, rithöfund, afsökunar á að hafa ekki svarað spurningu sem hann beindi til mín og samherja minna nokkurra, á vefsíðu Stundarinnar fyrr í mánuðinum.
Abu Graib fangelsi

ÞEGAR OFBELDIÐ RÆÐUR FÖR

Til eru þeir í heimi fjölmiðlunar sem reyna að skilja hvað liggi að baki hryðjuverkunum í Evrópu að undanförnu.
Heiða - pönkari

MEÐ HEIÐU Á SKÍRDAG EN Á LEIÐ TIL PUERTO RICO

Páskar eru í mínum huga mikil útvarpshátið - þá sýnir Ríkisútvarpið hvað í því býr og verður gaman að fylgjast með dagskránni yfir páskana, það er að segja að því marki sem ég næ henni því á sunnudag held ég til Puerto Rico í boði alþjóðasamtaka opinberra starfsmanna, Public Services International, PSI.
Reagan og Gorbasjof

MINNINGARBROT INN Í HRYÐJUVERKAUMRÆÐU

Ég minnist þess þegar þeir komu hingað til leiðtogafundarins, Reagan Bandaríkjaforseti og Gorbachev, Sovétleiðtogi, haustið 1986.
Árni guðmundsson - vín

FORELDRASAMTÖK GEGN ÁFENGISAUGLÝSINGUM NÁ ÁRANGRI!

Á Íslandi er bannað að auglýsa áfengi. Engu að síður er það gert í Ríkisútvarpinu og fleiri fjölmiðlum. Farið er á bak við bannið með sjónhverfingum, meðal annars með því að nýta smáa letrið.
MBL

BROSAÐ GEGN GJALDI

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 19/20.03.16.Eitt af því sem gert hefur Ísland sérstakt í okkar eigin augum og þá ekki síður aðkomumanna, er að við skulum vera laus við þjórfé.
HUGARFAR LOGO 3

FÉLAGIÐ HUGARFAR LEITAR EFTIR ATHYGLI OKKAR

Fyrir nokkru fengum við í þingflokki VG athyglisverða heimsókn tveggja kvenna. Reyndar held ég að allir þingflokkar hafi fengið þessar ágætu konur í heimsókn.
Fréttabladid haus

ÞAÐ ÞARF AÐ BYRJA UPP Á NÝTT !

Birtist í Fréttablaðið 15.03.16.Alþýðusamband Íslands varð hundrað ára í síðustu viku. Litlu eldri er samvinnuhreyfingin.
DV - LÓGÓ

TYRKNESKT ÚTGÖNGUBANN Í BOÐI NATÓ

Birtist í DV 15.03.16.. Þegar ljóst var að HDP, flokkur Kúrda, komst yfir tíu prósenta þröskuldinn sem þarf að stíga yfir til að fá sæti á tyrkneska þinginu og jafnframt að Erdogan forseti hafði misst meirihluta á þinginu í júníkosningunum í fyrra, þá spáðu margir fréttaskýrendur því að skammt væri þess að bíða að tyrkneski herinn hæfi hryðjuverkaaðgerðir gegn Kúrdum í suð-austurhluta Tyrklands.
Midnight - Ögm

GÍTARLEIKARAR Á HEIMSMÆLIKVARÐA

Unnendur klassískrar gítartónlistar eiga góða daga framundan því í hönd fer  Midnight Sun Guitar Festival, sem er alþjóðleg gítarhátíð sem mun fara fram í fjórða sinn á Íslandi vikuna 17 - 20 mars 2016. Í fréttatilkynningu segir að listrænir stjórnendur hátíðarinnar séu Ögmundur Þór Jóhannesson og Svanur Vilbergsson. Hátíðin samanstendur af tónleikum, masterklössum og námskeiðum, og eru helstu markmiðin að koma klassíska gítarnum á framfæri hjá nýjum markhópum, efla þekkingu og vöxt hjá nemendum, og að koma Íslandi á kortið á alþjóðlega gítarmarkaðinum." . . Hátíðin er haldin í samstarfi við Listaháskóla Íslands og fara allir tónleikar og námskeið fram í sal LHÍ, "Sölvhóll", Sölvhólsgötu 13, 101 Reykjavík: . . Tónleikar hátíðarinnar eru eftirfarandi: . . 17 mars, FIMMTUDAG, kl 20 í Sölvhóli LHÍ: Ögmundur Þór Jóhannesson. . 18 mars.