Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Mars 2020

SA VERÐI EKKI LÁTIÐ KOMAST UPP MEÐ AÐ AFNEMA LÝÐRÆÐIÐ

SA VERÐI EKKI LÁTIÐ KOMAST UPP MEÐ AÐ AFNEMA LÝÐRÆÐIÐ

... Nú hins vegar ætlast Samtök atvinnulífsins, SA, til þess að ASÍ ákveði rétt si svona að hafa af fólki umsamdar greiðslur í lífeyrissjóði, sem að sjálfsögðu myndi skerða lífeyrisréttindi, og auk þess falla frá umsömdum launahækkunum, kjörum sem voru umsamin og greidd atkvæði um.  Slíka skerðingu hafa forsvarmenn atvinnurekenda og launafólks ekki heimild til að samþykkja ...
NEISTAR OG RAUTT BORÐ

NEISTAR OG RAUTT BORÐ

Þau sem vilja fylgjast með samfélagsumræðunni, innanalands og utan, í stereo ekki bara mono eins og það hét í gamla daga um einrása og tvírása plötuspilara, ættu að hefja rúntinn á Neistum, ljúka síðan yfirferðinni á Rauða borðinu á Samstöðinni á kvöldin klukkan átta.  Á vefmiðlinum   neisti.is   birtast nefnilega iðulega hinir bestu pistlar um innlend mál og erlend.   Þórarinn Hjartarson, Jón Karl Stefánsson   og fleiri eru með afbragðs innlegg í umræðuna og af allt öðrum toga en þeim sem matar okkur á áróðri heimsvaldastefnunnar. Sá áróður truflar mig sífellt meira ...
SEINHEPPIÐ SAMKEPPNISEFTIRLIT OG EINELTIÐ GAGNVART MS

SEINHEPPIÐ SAMKEPPNISEFTIRLIT OG EINELTIÐ GAGNVART MS

Nú þegar allt er að fara á hliðina dúkkar upp eina ferðina enn hin makalausa Samkeppnisstofnun, sú sama og sektaði Bændasamtökin um árið upp á tugi milljóna fyrir að skapa vettvang á landsfundi fyrir bændur að ræða verðlagningu a búvörum. Þetta væri ólöglegt verðsamráð! Þessa vitleysu ...MS er samvinnufyrirtæki íslenskra kúabænda sem framleiða ofan í okkur og börnin okkar mjólkurafurðir. Með samvinnufyrirkomulaginu hefur reynst unnt að halda verðlagi á mjólk og mjólkurafurðum lágu og áttu  ...
ÞARFAR AÐFINNSLUR, ÁBENDINGAR OG VARNAÐARORÐ

ÞARFAR AÐFINNSLUR, ÁBENDINGAR OG VARNAÐARORÐ

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, skrifar leiðara hinn 28. mars sem er mjög þess virði að lesa. Þar segir m.a.,:  “Í heim­inum öllum er að eiga sér stað stór­tæk­asta rík­i­s­væð­ing taps hins frjálsa mark­aðar í mann­kyns­sög­unni. Hún er að eiga sér stað vegna ótrú­lega sér­stakra aðstæðna, en hún er að eiga sér stað engu að síð­ur. Fjár­magns­eig­end­urnir gátu á end­anum ekki verið án þess að skatt­greið­endur grípi þá þegar allt fer á hlið­ina. Of litlu hefur verið safnað ...
HVAÐ ÞARF TIL SVO ÞJÓÐIN VELJI ÍSLENSKT?

HVAÐ ÞARF TIL SVO ÞJÓÐIN VELJI ÍSLENSKT?

...  Ekki liðu þó mörg ár þar til tíðarandinn setti algert bann við þessari herhvöt. Hún þótti meira að segja það al-hallærislegasta og forpokaðasta sem hugsast gat. Við ættum bara að kaupa það sem væri ódýrast sama hvaðan það kæmi. Nútímamanninum bæri að hugsa á markaðsvísu eða værum við kannski þjóðernisöfgamenn?  Svarið er að við viljum að hér á þessu skeri okkar leyfum við okkur að hugsa sem samfélag.   En þá vaknar ný spurning. ...
ÞÁTTURINN, KVÓTANN HEIM, Á SUNNUDAG KLUKKAN 12

ÞÁTTURINN, KVÓTANN HEIM, Á SUNNUDAG KLUKKAN 12

Í þættinum Kvótann heim á sunnudag klukkan 12 verður byrjað að kryfja rök stórútgerðarinnar fyrir því að hún eigi sjávarauðlindina þvert á landslög og þjóðarvilja:  https://kvotannheim.is/  
HVERNIG SVARAR HANN MÁLFLUTNINGI STÓRÚTGERÐARINNAR?

HVERNIG SVARAR HANN MÁLFLUTNINGI STÓRÚTGERÐARINNAR?

...  Það verður fróðlegt að heyra hvað þessi talsmaður fikverkafólks  hefur að segja um kvótakerfið í þeirri mynd sem við nú þekkjum það, hver sé reynslan fyrir verkafólk og fyrir sjávarbyggðirnar og hver hsnn vilji að verði framtíðin?   Aðalsteinn verður gestur minn í þættinum Kvótann heim kl. tólf á sunnudag. Fleiri koma fram í þættinum og við heyrum rök stórútgerðarinnar þess efnis að á kvótann beri að líta sem eign hennar! Þátturinn er hér klukkan 12 á hádegi sunnudag! ...  
TÍMI ENDURMATS

TÍMI ENDURMATS

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 28/29.03.20. Allt er nú opið til endurskoðunar. Skyndilega er fjármálakerfi heimsins opnað upp á gátt. Gallharðir frjálshyggjumenn skrifa í hægri sinnuð málgögn sín að nú verði allir að gerast sósíalistar ef bjarga eigi hagkerfi kapítalismans. “Bara í bili”, flýta þeir sér að bæta við, “annars gætum við setið uppi með sósíalismann.” Ekki þykir þeim það góð tilhugsun. Í hið hægri sinnaða breska stórblað, Telegraph, skrifar ...
NAUÐSYNLEG UMRÆÐA Á SAMSTÖÐINNI

NAUÐSYNLEG UMRÆÐA Á SAMSTÖÐINNI

...  Steinunn Ólína, Ásgeir Brynjar, Þuriður Harpa form. ÖBÍ, Jóhann Páll og Marínó G.   krufðu atburði vikunnar í þættinum í kvöld en   Gunnar Smári   stýrði umræðunni. Fyrr í vikunni hafði fjöldi fólks komið að þessari umræðu á Samstöðinni, þar á meðal   Drífa Snædal, forseti ASÍ.  Það er nauðsynlegt að umræðan í þjóðfélaginu sé sem mest þá daga sem samfélagið er í uppnámi, ekki bara einhver umræða, heldur gagnrýnin uppbyggileg umræða eins og sú sem þarna hefur farið fram ...
UNDIRGEFNI LEYSIR ENGAN VANDA - BURT MEÐ REFSIVÖNDINN !

UNDIRGEFNI LEYSIR ENGAN VANDA - BURT MEÐ REFSIVÖNDINN !

... Og skammt er stórra högga á milli. Út undan mér heyrði ég í fréttum talað um sektir og fangelsanir væri yfirvöldum ekki hlýtt varðandi sóttkví og sitthvað annað tengt kórónaveirunni. Hélt ég að verið væri að flytja okkur fréttir frá Kína eða einhverju ríki þar sem stjórnað er ofan frá. Nei, það var ríkissaksóknarinn á Íslandi sem “hefur gefið fyrirmæli” varðandi “brot á fyrirmælum um sóttvarnarlög”: Geti sektir numið hálfri milljón króna og sex ára fangelsisvist ...