Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Maí 2021

MÝRARLJÓS MORGUNBLAÐSINS

MÝRARLJÓS MORGUNBLAÐSINS

Miðvikudaginn 19. maí rifjar leiðarahöfundur Morgunblaðsins upp gamlan misskilning sinn en því miður virðist það gert af ásetningi. Yfirskriftin er   Villuljós í Verkamannaflokknum     og fjallar um nýframkomna en oft endurtekna gagnrýni Blairs, fyrrum forsætisráðherra Breta og formanns Verkamannaflokksins, á vinstri arm flokksins og þá sérstaklega á Corbyn, um skeið leiðtoga hans: “Þingkosningarnar í desember 2019 sýndu glöggt hvað breskum almenningi þótti um Corbyn, en þá beið Verkamannaflokkurinn sitt stærsta afhroð frá árinu 1935.”  Hér er vísað til ...  
MIKE OG TONY

MIKE OG TONY

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 22/23.05.21. Úr ólíkum áttum   er yfirskrift þessara helgarpistla. Reyndar geng ég sennilega heldur lengra en að koma úr ólíkri átt að þessu sinni því hún er þveröfug við frásagnir flestra fjölmiðla af þeim Mike og Tony, tveimur Íslandsvinum, sem okkur hafa verið kynntir sem slíkir á undanförnum árum.  Sá fyrri er Michael Richard Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð Trumps, sá síðari Anthony Blinken ...
GERÐUR H. HELGADÓTTIR

GERÐUR H. HELGADÓTTIR

Minningargreinarnar um hana Gerði í Morgunblaðinu í dag eru hlýjar og fullar af söknuði. Þær lýsa afbragðsvel konunni sem við starfsmenn Sjónvarpsins bárum svo góðan og hlýjan hug til. Ég hef trú á því að það hafi allir gert.  Um nokkurra áratuga skeið - nánast alla starfsævi Gerðar - var hún eins konar móttökustjóri Sjónvarpsins. Ekki svo að skilja að hún hafi heilsað öllum gestum með handabandi og boðið velkomna. Nei, hún var á símanum, í móttökunni þar sem gesti bar fyrst að garði og beindi jafnframt símatrafíkkinni inn á  ...
EF VIÐ VÆRUM Á VENJULEGUM STAÐ

EF VIÐ VÆRUM Á VENJULEGUM STAÐ

Ég held ég verði að taka smá tilhlaup áður en ég segi hug minn til bókar Juans Villalobos(ar) sem Angustúra gefur út. Bókin heitir   Ef við værum á venjulegum stað,   sem náttúrlega er ekki neinn venjulegur bókartitill.   En aftur að tilhlaupinu. Það hefst í samtali um veggjakrot sem ég átti fyrir nokkrum árum við argentínska baráttukonu fyrir mannréttindum. Ég sagði að fátt réði ég eins illa við og að halda yfirvegaðri ró frammi fyrir veggjakroti. Hvort sem væri á ...
ÞEGAR RÍKISSTJÓRN BÝÐUR ÞJÓÐ Í MAT

ÞEGAR RÍKISSTJÓRN BÝÐUR ÞJÓÐ Í MAT

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 08/09.05.21. Þetta kom upp í hugann þegar ferðamálaráðherrann sagði í fréttum fyrir fáeinum dögum að ríkisstjórnin væri að íhuga að bjóða okkur öllum í mat að nýju. Endurtaka mataborðið frá í vor, svo vel heppnað hafi það verið. Ávísun sem við öll fengum þá til að hafa upp í matarreikning á veitingastað eða gistingu á hóteli hefði gert tvennt í senn ...
KAFLASKIL KOLBEINN

KAFLASKIL KOLBEINN

Fréttir af því að nú eigi að gera ekki bara kostnaðaráætlun heldur einnig verkáætlun um að hreinsa og flytja á brott spilliefni sem legið hafa í jörðu í Heiðarfjalli á Langanesi frá þeim tíma sem Bandaríkjaher sat þar í hreiðri þar til fyrir hálfri öld.  Á málið hefur verið þrýst á undanförnum árum og með vaxandi þunga þar til nú að hyllir undir lyktir þessa máls. Það er mikið gleðiefni og ...