Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Desember 2008

ÁRAMÓTAKVEÐJUR

ÁRAMÓTAKVEÐJUR

Ég færi lesendum síðunnar góðar kveðjur á síðasta degi ársins. Þetta ár hefur verið viðburðaríkt og undir lokin erfitt eins og við öll þekkjum.
STÖÐVUM FJÖLDAMORÐIN Á GAZA

STÖÐVUM FJÖLDAMORÐIN Á GAZA

Ræða flutt á útifundi á Lækjartorgi. Hvað á að segja um atburðina á Gaza? . Hvaða mælikvarða á að nota á þau voðaverk sem þar eru nú framin?  Að ráðist er á fólk sem í reynd er innilokað í fangabúðum; fólk sem getur ekki forðað sér undan sprengjuregni og stórskotahríð? Á að minna á að árásarliðið er brotlegt gagnvart hinum Sameinuðu þjóðum, margútgefnum yfirlýsingum og samþykktum? Að úrskurðir Mannréttindadómstólsins séu virtir að vettugi, Genfarsáttmálinn um mannréttindi brotinn?. Þarf kannski að útlista söguna - segja sögu Gazasvæðisins? Að þar bjuggu fyrir ekki svo löngu síðan um þrjú hundruð þúsund manns - svipað og á Íslandi.
FJÖLMENNUM Á LÆKJARTORG

FJÖLMENNUM Á LÆKJARTORG

Ég hvet alla þá sem kost eiga að sækja útifund á Lækjartorgi klukkan 16 í dag til að mótmæla fjöldamorðunum á Gaza svæðinu í Palestínu.
HAFIÐ ÞÖKK HALLGRÍMUR OG ÚLFAR!

HAFIÐ ÞÖKK HALLGRÍMUR OG ÚLFAR!

Mín jól voru Hallgrímsjól. Eða voru þau kannski Úlfarsjól? Það gæti verið. Úlfar Þormóðsson gerði Hallgrím Pétursson, hinn eina og sanna, sálmaskáldið frá 17.
KRAFAN ER KJARAJÖFNUN - EKKI ALMENN LAUNALÆKKUN

KRAFAN ER KJARAJÖFNUN - EKKI ALMENN LAUNALÆKKUN

Í fréttum í dag var ágætt viðtal við Þuríði Einarsdóttur, formann Póstmannafélags Íslands. Hún sagði að farið væri að skerða kjör póstburðarfólks.
HVERS VEGNA ÞURFTI NAFNLAUSA ÁBENDINGU?

HVERS VEGNA ÞURFTI NAFNLAUSA ÁBENDINGU?

Hún var ekki löng fréttin í hádegisfréttum RÚV ohf í dag að Kaupþing kunni að hafa flutt hundrað milljarða úr landi og inn á reikninga vildarvina erlendis í tengslum við bankahrunið í haust.
BEINTENGING Í SVEITIR LANDSINS

BEINTENGING Í SVEITIR LANDSINS

Nú árið er senn liðið. Upp í hugann koma atburðir sem tengjast árinu. Á vinnustað mínum hafa orðið mannaskipti.
HVERS VEGNA SEGJA ÓSATT?

HVERS VEGNA SEGJA ÓSATT?

Rétt áður en hlé var gert á þingstörfum fyrir jól var gerð breyting á eftirlaunalögunum svokölluðu.  Viðhaft  var nafnakall um þann kost að halda með þingmenn, ráðherra og æðstu embættismenn, sem svo eru nefndir, inn í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, en frá 1997 hafa allir nýráðnir starfsmenn hjá ríkinu sem aðild eiga að heildarsamtökum opinberra starfsmanna, fengið aðild að þeirri deild.  Ég óskaði eftir nafnakallinu svo öllum yrði ljós afstaða sérhvers þingmanns til málsins.
MEÐ GÓÐRI KVEÐJU Á JÓLUM

MEÐ GÓÐRI KVEÐJU Á JÓLUM

Ég óska lesendum síðunnar gleðilegra jóla með ósk um farsæld á komandi ári. Í dag sendi ég út 200. fréttabréf síðunnar en að jafnaði eru fréttabréfin send þeim sem þess hafa óskað með sjö til tíu daga millibili.
ÁFRAM SÉRRÉTTINDI ÞINGMANNA OG „ÆÐSTU

ÁFRAM SÉRRÉTTINDI ÞINGMANNA OG „ÆÐSTU" EMBÆTTISMANNA

Einhver mesti loddaraleikur á Alþingi fyrr og síðar hefur verið viðhafður af hálfu Samfylkingarinnar að undanförnu um eftirlaunalögin svonefndu sem kveða á um sérréttindi þingmanna, ráðherra og „æðstu" embættismanna.