Fara í efni

MEÐ GÓÐRI KVEÐJU Á JÓLUM


Ég óska lesendum síðunnar gleðilegra jóla með ósk um farsæld á komandi ári. Í dag sendi ég út 200. fréttabréf síðunnar en að jafnaði eru fréttabréfin send þeim sem þess hafa óskað með sjö til tíu daga millibili. Nokkur brögð eru að því að þeir sem hafa skráð sig sem áskrifendur frréttabréfsins fái það ekki sent og er skýringin þá oftar en ekki mjög strangar hömlur á tölvusvæði viðkomandi. Ég hvet þá til að hafa samband við síðuna þannig að grafast megi fyrir um orsakir.
Vonandi verður það ár sem nú fer í hönd ár samstöðu. Á samstöðunni þurfum við nú að halda sem aldrei fyrr.