Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Janúar 2021

HAUKUR HELGASON: EFTIRMINNILEGUR SAMFERÐARMAÐUR

HAUKUR HELGASON: EFTIRMINNILEGUR SAMFERÐARMAÐUR

...  Haukur hafði skýra samfélagssýn, hafði trú á ágæti hennar og bjó auk þess yfir prýðilegu sjálfstrausti. Þess vegna var auðvelt að skiptast á skoðunum við hann og þá einnig að vera honum ósammála ef því var að skipta. Hann gat tekið öllu, fullviss um ágæti eigin skoðana og eigin sýnar á lífið. En það var ekki bara ...
UPPÁKLÆDDUR KAPÍTALISMI

UPPÁKLÆDDUR KAPÍTALISMI

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 30/31.01.21. ...  Sam­koma auðhringa heims­ins og handlang­ara þeirra í Dav­os í Sviss kall­ar sig World Economic For­um og þyk­ist sú sam­koma nú vera rödd heims­ins í um­hverf­is- og sam­fé­lags­mál­um. Hrok­inn verður skilj­an­leg­ur þegar haft er í huga að World Economic For­um hef­ur gert sam­komu­lag við Sam­einuðu þjóðirn­ar um að leiða heim­inn inn á far­sæl­ar braut­ir und­ir slag­orðinu „Stra­tegic partners­hip“ og sjálft skil­grein­ir World Economic For­um sig sem ...
FEGURÐ FRELSISINS

FEGURÐ FRELSISINS

Það tók mig nokkurn tíma að lesa nýjustu áskriftarbók Angústúru útgáfunnar:   Uppljómun í eðalplómutrénu.   Kannski varla að undra því lengi vel reikaði ég um skilningsvana í mörg þúsund ára sögu Írans, þar sem ég var kynntur fyrir sendiboðum Zaraþústra, sem uppi var fyrir þrjú þúsund árum rúmum, skógarpúkum og svo fólki menningarandans, lifandi og liðnu, að ógleymdum Khomeny erkiklerki og handlöngurum hans, sem hrintu keisarastjórninni írönsku frá völdum 1979. Þarna var í reynd upphafsreitur sögunnar ...
ÍSLAND ÚR NATÓ!

ÍSLAND ÚR NATÓ!

...  Getur verið að Íslendingar leggi svo mikið upp úr því að sýna fullkomna undirgefni gagnvart NATÓ að þeir þori ekki að mótmæla kjarnorkuvopnum,  afdráttarlaust,   óháð því hver í hlut á, helsprengjunni, sem vel að merkja hefur aðeins verið beitt af einu ríki, forysturíkinu í NATÓ, Bandaríkjum Norður-Ameríku.   Ef Ísland stæði afdráttarlaust með yfirýstri eigin stefnu legðu íslensk stjórnvöld þegar í stað fyrir Alþingi tillögu um að  ...
SVAVARS MINNST

SVAVARS MINNST

... Svavar Gestsson var áhrifamaður hvar sem hann kom, hreif fólk auðveldlega með sér með eldmóði og krafti. Ég hef, eins og aðrir landsmenn, fylgst með því hvar hann hefur lagt leið sína í seinni tíð, um gamla átthaga  og ættarslóð og víðar, en alls staðar þar sem hann hefur komið við, hefur það leitt til vaxtar og nýjabrums, þeirrar fullvissu að nú sé hægt að gera á gömlum stað eitthvað nýtt, gott og skemmtilegt ...
RÆTT UM SIÐLAUSA SÖLU Á BANKA

RÆTT UM SIÐLAUSA SÖLU Á BANKA

...  Ásdís galt þess að sjálfsögðu hve málstaður hennar var slæmur. En Guðrún hafði afgernadi yfirburði í rökræðum þeirra ekki aðeins vegna þess, heldur vegna hins hve röksemdir hennar voru meitlaðar og sannfærandi. En þetta var mitt mat. Svo eru það allir hinir og þá sérstaklega fjárfestar sem vilja græða á sölu Íslandsbanka. Þeir hafa eflaust sjaldan heyrt talað jafn vel fyrir sína hönd og aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerði í dag ...  Í kvöldfréttum var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, síðan mættur ...
HVAÐ ER Í VÖGGUNNI?

HVAÐ ER Í VÖGGUNNI?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 16/17.01.21. ...  Inntakið í yfirlýsingum valdafólks hins vestræna heims var að ráðist hefði verið að vöggu lýðræðisins; myndlíkingin eflaust valin vegna þess að í vöggu er eitthvað nýfætt og þar er að finna nokkuð sem er viðkvæmt ...
ÁMINNING RÚNARS

ÁMINNING RÚNARS

Rúnar Sveinbjörnsson skrifar athyglisvert bréf til síðunnar þar sem hann vekur athygli á bókhaldssvindli Íslendinga í orkumálum.  Eftir að Evrópusambandið markaðsvæddi andrúmsloftið með kaupum og sölu á loftslagskvótum sáu Íslendingar sér leik á borði og dengdu sér í svínaríið af fullum krafti.   Þar sem við værum mengunarfrírri í raforkuframleiðslu en aðrar þjóðir (vegna þess að forlögin gáfu okkur land með virkjanlegum ám og jarðvarma – hreinni orku) þá gætum við skipt á  ...
SAMA LIÐIÐ KOMIÐ Á KREIK – FÁIR TIL VARNA FYRIR ALMENNING

SAMA LIÐIÐ KOMIÐ Á KREIK – FÁIR TIL VARNA FYRIR ALMENNING

Hvers skyldi áhættan hafa verið þegar einkavæðing bankanna var um garð gengin á fyrsta áratug aldarinnar og fjármálahrunið í kjölfarið? Svarið er einfalt. Hrunið bitnaði á samfélaginu og verst á þeim sem verst stóðu. Nú eru sömu álitsgjafar komnir á kreik og í aðdraganda hrunsins og stjórnmálamenn eru með nákvæmlega sömu formúleringar og áður. Það sem vantar er sú rödd sem á þeim tíma kom frá VG. Fínt sé að selja, nú sé komið svo gott regluverk, allt svo gagnsætt, heyrist einng úr þeirri átt. Hvað nákvæmlega er eiginlega verið að ...
ÞANKAR AÐ LOKNUM JÓLUM OG ÁRAMÓTUM

ÞANKAR AÐ LOKNUM JÓLUM OG ÁRAMÓTUM

Í Þrettándanum sem er í dag, lýkur jólum og héðan af verður tilfinningin ríkari með hverjum deginum sem líður að sól fari hækkandi á lofti  og daginn að lengja.  Birtutíminn hefur að sönnu verið að lengjast frá vetrarsólstöðum, 21. des­em­ber, en þann dag var sólin fjærst frá norður­póli jarðar á árinu, og fyr­ir vikið var þá stysti dag­ur árs­ins.  Það fer vel á því að lýsa heimilin og byggðirnar upp í myrkrinu um jólin og sjálfur játa ég ... Frá Washington berast nú fréttir af innrás í Bandaríkjaþing. Ógnvekjandi atburðarás gæti verið hafin sem ekki sér fyrir endann á ...