RÚV í brennidepli
30.11.2003
Atburðarásin í RÚV gerist sífellt harðari og ljóst að mikið kraumar undir. Viðbrögð þeirra Friðriks Páls Jónssonar og Kára Jónassonar, fréttastjóra útvarps, við gagnrýni útvarpsstjóra á Spegilinn eru mjög skiljanleg og sýnir að enn rennur blóðið í mönnum á þessum bæ – alla vega sumum.