Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Nóvember 2003

RÚV í brennidepli

Atburðarásin í RÚV gerist sífellt harðari og ljóst að mikið kraumar undir. Viðbrögð þeirra Friðriks Páls Jónssonar og Kára Jónassonar, fréttastjóra útvarps, við gagnrýni útvarpsstjóra á Spegilinn eru mjög skiljanleg og sýnir að enn rennur blóðið í mönnum á þessum bæ – alla vega sumum.

Er sprettan siðlaus?

Auðvitað eiga þau  Davíð Oddssson forsætisráðherra og Valgerður Sverrissdóttir bankamálaráðherra sér einhverja stuðningsmenn og jafnvel aðdáendur eins ósennilegt og það kann nú að hljóma.

Sjaldan veldur einn þá tveir deila með sér ávöxtunum

"Í nafni hverra rétti Finnur Ingólfsson upp höndina við gljáfægt harðviðarborðið í haust þegar hann gekk endanlega frá upphæðunum og dagsetningunum sem lengi var togast á um? Beinist reiði forsætisráðherra ef til vill gegn þeim hluthafahópi sem Finnur er fulltrúi fyrir?" Þetta kemur meðal annars fram í pistli Ólínu hér á síðunni í dag en hún veltir því réttilega fyrir sér hvernig á því standi að kastljósum fjölmiðla sé ekki beint að þeim sem sátu handan samningaborðsins, kjölfestufjárfestum þeirra Davíðs og Valgerðar, þegar hinir háu samningar voru gerðir við forsvarsmenn Kaupþings Búnaðarbanka.

Ríkisstjórn Reykásanna

Birtist í Fréttablaðinu 26.11.03Allir þekkja Ragnar Reykás þeirra Spaugstofumanna. Hann er persónugervingur hentistefnunnar, kann öllum öðrum betur að haga seglum eftir vindi, venda sínu kvæði í kross ef honum þykir henta.

Fjölmiðlamenn kynni sér bréf Helga

Í lesendadálkinum í dag er einkar athyglisvert bréf sem hlýtur að verða okkur öllum , ekki síst fjölmiðlamönnum, umhugsunarefni.

Neglt fyrir niðurföll – um Blair, Bush og menn okkur nær

Í vikunni sem leið hittust þeir vinirnir Bush og Blair í Lundúnum og smábænum Sedgefield í norðausturhluta Englands.

Fyrirspurn til Samfylkingarinnar um sjúkdómavæðingu stjórnmálanna

Formaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, fær á sig harkalega gagnrýni í bréfi frá Ólínu í dag fyrir að daðra við einkavæðingu heilbrigðiskerfisins.

Valgerði ögrað og Davíð vill að menn sýni ábyrgð!

Upplýst hefur verið að tveir æðstu stjórnendur Kaupþings Búnaðarbanka hafa hvor um sig keypt hluti í bankanum fyrir rúmar 950 milljónir króna, samkvæmt samningum við eigendur, á gengi sem er langt undir markaðsgengi.

Landsbankinn, Þrándur og Rússagullið

Mjög athyglisverðar vangaveltur er að finna i hugleiðingum Þrándar  i dalkinum Spurt og spjallað i dag. Hann sér sparnað i nýju samhengi og Rússagullið líka: " Í stað þess að Landsbankinn gefi börnum þjóðarinnar tíkall, gefur þjóðin Landsbankann mönnum sem kunna að gæða þær rúbblur, sem þeir hafa þénað hjá Rússum, nýju lífi.

Ekki allir að gera það gott

Í frétt í sænska blaðinu Aftonbladet sl. þriðjudag (11/11) segir að raforkuframleiðendur í Svíþjóð geri það gott.