Fara í efni

Landsbankinn, Þrándur og Rússagullið

Mjög athyglisverðar vangaveltur er að finna i hugleiðingum Þrándar  i dalkinum Spurt og spjallað i dag. Hann sér sparnað i nýju samhengi og Rússagullið líka: " Í stað þess að Landsbankinn gefi börnum þjóðarinnar tíkall, gefur þjóðin Landsbankann mönnum sem kunna að gæða þær rúbblur, sem þeir hafa þénað hjá Rússum, nýju lífi. Má því segja að loks sé Rússagullið komið í ljós - en vissulega í óvæntum stað. Nú myndu sumir segja að hér fari Þrándur yfir strikið. Mennirnir borguðu yfir 12 milljarða fyrir helminginn af bankanum og það í dollurum! Ríkisstjórnin segir að salan hafi verið góður bisniss fyrir þjóðina. Þrándur – sem þó trúir yfirleitt þeim sem fara með völdin – er ekki jafn viss...."
https://www.ogmundur.is/is/greinar/gaedd-er-graedd-rubbla-nyju-lifi