Fara í efni

Er sprettan siðlaus?

Auðvitað eiga þau  Davíð Oddssson forsætisráðherra og Valgerður Sverrissdóttir bankamálaráðherra sér einhverja stuðningsmenn og jafnvel aðdáendur eins ósennilegt og það kann nú að hljóma. Einn slíkur, Þjóðólfur, fastur penni hér á síðunni, kveður sér hljóðs í dag í ítarlegri grein í lesendadálki heimasíðunnar. Þjóðólfur leynir ekki vonbrigðum sínum yfir viðbrögðum forsætisráðherra yfir því, sem Þjóðólfur telur vera árangur einkavæðingarstefnunnar. Þjóðólfur segir m.a.: " Mest kom mér auðvitað á óvart þegar hæstvirtur forsætisráðherra, þessi minn uppáhalds stjórnmálamaður, var skyndilega farinn að haga sér eins og ótíndur kommúnisti, afneitaði ávöxtum frelsisins og hins frjálsa markaðar og sagði sprettuna siðlausa og út úr öllu korti. Ég verð bara að segja það hreinskilnislega, og með fullri virðingu fyrir Davíð Oddssyni, að ekki man ég eftir neinum öðrum bújöfri sem hefur látið sólríkt sumar og góða sprettu koma sér í vont skap."

Sjá nánar: https://www.ogmundur.is/is/greinar/overdskuldud-atlaga-ad-frelsinu