Fara í efni

Fjölmiðlamenn kynni sér bréf Helga

Í lesendadálkinum í dag er einkar athyglisvert bréf sem hlýtur að verða okkur öllum , ekki síst fjölmiðlamönnum, umhugsunarefni. Bréfritari sat nýlega ráðastefnu um raforkumál. Þar kom fram hjá Friðriki Sophussyni, forstjóra Landsvirkjunar og Guðmundi Þóroddssyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, að með markaðsvæðingu raforkugeirans myndi raforkuverð til heimilanna að öllum líkindum hækka. Ég tek undir með bréfritara, Helga, að undarlegt má heita að yfirlýsingar af þessu tagi skuli ekki enduróma í þjóðmálaumræðunni. Í bréfinu er vitnað í ummæli forstjóra Landsvirkjunar og forstjóra Orkuveitunnar og segir meðal annars: " Sagði Guðmundur að "bara kostnaður við samkeppnina sjálfa" næmi um einum milljarði króna og það væri ekki lítil hækkun þegar heildarrekstrarkostnaður raforkukerfisins næmi um 10 milljörðum. Líklegast væri að nýju lögin "leiði til hækkunar til almennings en lækkunar til fyrirtækja". Friðrik Sophusson sagði ljóst að það yrðu "stóru aðilarnir" sem myndu græða á þessum breytingum, stóriðjan og aðrir stórkaupendur, ekki heimilin. Fyrir þau myndu lögin leiða til hækkunar á raforkuverði að öðru óbreyttu. Eina von þeirra á að lækkun raforkuverðs lægi í því að "samkeppnin" muni einhvern tíma í fjarlægri framtíð bæta þar úr. "

https://www.ogmundur.is/is/greinar/ny-raforkulog-leida-til-verdhaekkunar-fyrir-almenning