Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Desember 2020

ÞANKAR Á MILLI JÓLA OG NÝÁRS

ÞANKAR Á MILLI JÓLA OG NÝÁRS

Fyrst játning til félaga minna í þjóðkirkjunni með smá formála þó.  Formálinn er þessi: Konan mín var svo heppin að fá gefins bókina um   Óðinn til lífsins.   Ég ber ábyrgð á því. Þessi bók fjallar um speki indíána um almættið. Þar segir á meðal annars ... Bjarni Benediktsson braut reglur sem hann sjálfur setti. Fyrir það hlýtur hann harða gagnrýni og sú gagnrýni hlýtur að teljast réttmæt.  En svo vindur málið upp á sig ...  
JÓLAKVEÐJA

JÓLAKVEÐJA

Ég sendi lesendum ogmundur.is hjartanlegar kveðjur á jólum. Myndina sem ég vel af þessu tilefni er af geisladiski þeirra Gerðar G. Bjarklind og Ragnheiðar Ástu Pétursdóttur. Þennan disk spila ég gjarnan á aðventunni til hátíðabrigða enda vel staðið að lagavalinu!   Ragnheiður Ásta féll frá á árinu og er að henni mikil eftirsjá.   Gerður er hins vegar í fullu fjöri og þau okkar sem fylgdust með skemmtiþætti Baggalúts í Sjónvarpinu í vikunni sem leið sáu og heyrðu ...
HVERJIR GAGNRÝNA SVANDÍSI OG HVERS VEGNA?

HVERJIR GAGNRÝNA SVANDÍSI OG HVERS VEGNA?

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sætir nú gagnrýni og segir á forsíðu Morgunblaðsins “að nú hitni undir ráðherra”. Forsætisráðherrann “leitar að bóluefni”, segir blaðið og vísar í símtöl sem Katrín Jakobsdóttir hafi átt við aðskiljanlega aðila, þar á meðal Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Inni í blaðinu sjáum við síðan lyfjainnflytjendur bera sig illa og ...
STÓRKOSLTEG EIVÖR

STÓRKOSLTEG EIVÖR

...  Þó vil ég segja að KK og Ellen eru í mínum huga eins og englar þegar þau birtast með sinn fallega söng og útgeislun.  Sigríður Thorlacius er líka frábær, Megas orðsins maður par excellens, aðdáandi Pálma hef ég alltaf verið og verð.  Svo er það Baggalútur. Þeir eru í mínum huga sér á parti, stórskemmtilegir og húmorinn witty eins og enskumælandi menn myndu segja, það er í honum vit. Svo er þeirra húmor líka góðviljaður. Baggalútur hittir í mark án þess að meiða nokkurn. Húrra fyrir Baggalúti!  Svo þyrfti náttúrlega sér kafla um Benedikt Erlingsson ...
Saga um Sögu

Saga um Sögu

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 19/20.12.20. Ég er ekki hlutlaus þegar Hótel Saga er annars vegar. Ég reri nefnilega á heimasmíðuðum prömmum í grunni þessarar miklu byggingar þegar hún var í smíðum, sótti síðan böllin í Súlnasalnum, hátíðahöld og ráðstefnur í ótal salarkynnum gömlu Sögu og síðan viðbyggingum þegar þær komu til. Grillið var toppurinn! Og svo voru þetta höfuðstöðvar ...  
ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR, ALÞINGI OG ERNA BJARNADÓTTIR

ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR, ALÞINGI OG ERNA BJARNADÓTTIR

... Á Alþingi hafa menn deilt um frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um heimildir til innflutnings á erlendri landbúnaðarvöru. Talsmenn innflutningsverslunarinnar hafa staðhæft að þar sé stigið óheillaskref til takmörkunar; afturhaldsúrræði sem komi neytendum illa. Þetta er illskiljanlegt í ljósi þess hve breytingarnar eru smávægilegar. Frumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra  er þvert á móti ætlað að festa okkur í fyrirkomulagi sem er með öllu óviðunandi fyrir landbúnaðinn. Í stað smávægilegra breytinga ...
TRAUST OG VIRÐING HJÁ SÁÁ !

TRAUST OG VIRÐING HJÁ SÁÁ !

Ég tek ofan fyrir SÁÁ sem sagt hafa sig frá Íslandsspilum sem reka spilavíti fyrir hönd Rauða kross Íslands, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og til þessa SÁÁ.  Formaður SÁÁ, Einar Hermannsson, kom fram í fréttatímum í dag og sagði það endanlega staðfest, sem áður hafði heyrst úr hans munni, að SÁÁ myndi hætta aðild að Íslandsspilum. Þetta þýddi tugmilljóna tekjutap en á móti kæmi traust og virðing. Hún kemur alla vega frá mér.   Rauði krossinn og Slysavarnarfélagið Landsbjörg fá fyrir bragðið aukinn hlut í spilagróðanum eftir því sem mér skilst. Ekki verður það til að auka traust og virðingu á þeim ...  
SÁRT SAKNAÐ: SVEINS AÐALSTEINSSONAR MINNST

SÁRT SAKNAÐ: SVEINS AÐALSTEINSSONAR MINNST

...  Þannig var Sveinn, áhuginn, eldmóðurinn, baráttugleðin og bjartsýnin hreif menn með sér. Mig alla vega. Ég hafði unun af því að fylgja Sveini á fluginu.  Alveg sama hve þungbúið var í þjóðfélaginu, sem Sveini óneitanlega þótti oft vera, þá kom hann alltaf auga á glufur í óveðurskýjunum þar sem sjá mátti til sólar. Og þar vildi Sveinn stilla liði sínu upp til sóknar ...  
ERLENDUR, KÚRDAR OG MÍN KYNSLÓÐ

ERLENDUR, KÚRDAR OG MÍN KYNSLÓÐ

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 05/06.12.20. Ekki svo að skilja að Erlendur Haraldsson hafi verið einn á báti að kynna málstað Kúrda fyrir minni kynslóð þegar hún var að komast til vits og ára, en hann var það sem kalla má primus motor.  Ég hef oft hugsað út í það hverju það sætti að þau okkar, sem fædd erum um miðja öldina sem leið, vissum eins mikið og raun bar vitni um tilvist Kúrda suður í álfum, sum að sjálfsögðu betur að sér en önnur, en allflest höfðum við þó haft einhverja nasasjón af þessari fjallaþjóð.   Og þarna kemur að Erlendi Haraldssyni sem ...
HANN TRÚÐI Á ÞAÐ GÓÐA Í FÓLKI

HANN TRÚÐI Á ÞAÐ GÓÐA Í FÓLKI

Í dag var kvaddur Salmann Tamini, forstöðumaður Félags Múslima á Íslandi. Sveinn Rúnar Hauksson kvaddi hann með fallegum orðum sem ég vil öll gera að mínum svo og orð Þorleifs Gunnlaugssonar, annars vinar Salmanns.   Mína vináttu átti Salmann Tamini og mat ég hann mjög fyrir umburðarlyndi hans og velvilja en einnig baráttukrafts í þágu mannréttinda í Palestínu, á Íslandi og í heiminum öllum. Í hans huga áttu mannréttindi engin landamæri og trúarbrögð voru í hans huga ekki til að sundra fólki heldur semeina.   Hér eru brot úr minningaroðum þeirra Sveins Rúnars og Þorleifs ...