Ég hef margoft lýst þeirri skoðun að tveggja flokka kerfi, einsog er við lýði í Bretlandi og Bandaríkjunum hafi reynst illa að því leyti að það dregur úr pólitískum áherslum í stjórnmálalífinu; höfuðfylkingarnar tvær keppa um þá hópa sem þær telja að geti hugsað sér hvorn valkostinn sem væri, þær keppa m.ö.o.
Í Viðskiptablaðinu í dag segir: "Fjárfestingar í stóriðju kosta gríðarlega fjármuni og er líklegt að þeim geti verið betur varið í þjóðfélaginu á öðrum sviðum".
Dalvíkingar buðu í sumar 30 til 50 þúsund manns í fría fiskmáltíð af miklum myndarskap. Þess vegna kom mörgum á óvart þegar fréttir bárust af því að Dalvíkurbær skyldi ekki treysta sér til að elda ofan í grunnskólabörnin sín.
Ísland bráðvantar vinstri stjórn; ríkisstjórn sem af alefli beitir sér fyrir því að koma á jöfnuði í landinu og útrýma því misrétti sem fylgt hefur ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokksins frá því hann komst til valda árið 1991.
Fyrir fáeinum dögum fjallaði ég í Bandaríkjapistli mínum hér á síðunni um nokkuð sem á ensku er kallað Intelligent Design og ég hef þýtt sem Vitræn Hönnun.