Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Júní 2022

GEFIÐ YKKUR NOKKRAR MÍNÚTUR TIL AÐ SKOÐA ÞESSAR MYNDIR

GEFIÐ YKKUR NOKKRAR MÍNÚTUR TIL AÐ SKOÐA ÞESSAR MYNDIR

Miðvikudaginn 22. júní var haldinn svokallaður hliðarviðburður, „side-event“ á þingi Evrópuráðsins í Strasborg um málefni Kúrda ... Auk mín töluðu á fundinum í Strasborg Dilek Öcalan, þingmaður HDP flokksins, þriðja stærsta stjórnmálaflokks Tyrklands sem Erdogan Tyrklandsforseti vill nú banna ... Þá talaði Raziye Öztürk, frá Asrin lögfræðistofunni  ... Í ljósi þess að tyrkneski stjórnarherinn herjar nú daglega á byggðir Kúrda ... þá rifjaði ég upp að hið sama væri að gerast þar nú og gerðist í árásum Tyrkjahers á bæi og borgir Kúrda innan landamæra Tyrklands á árunum 2015-16.  Þá eins og nú þagði heimurinn þunnu hljóði ...
Í MINNINGU ÖNNU ATLADÓTTUR

Í MINNINGU ÖNNU ATLADÓTTUR

Slæmt þótti mér að vera í útlöndum og geta ekki fylgt Önnu Atladóttur, samstarfskonu og vini til margra ára, til grafar síðastliðinn fimmtudag. Ég skrifaði hins vegar nokkur minningarorð um Önnu sem ég fékk birt í Morgunblaðinu á þessum degi og er þau að finna hér að neðan. Myndina sem fylgir þessum minningarorðum leyfði ég mér að taka af netinu en mér þykir hún falleg. Hún er frá ...
FINNST ÞÉR RIGNINGIN GÓÐ?

FINNST ÞÉR RIGNINGIN GÓÐ?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 18/19.06.22. ...  Mér hef­ur alltaf þótt landa­mæri hins hlut­læga og hins hug­læga vera áhuga­verð enda ekki alltaf auðvelt að koma auga á þau. Stund­um er það þó þannig ...
VIÐ EIN, ALMENNINGUR HEIMSINS, GETUM BJARGAÐ JULIAN ASSANGE

VIÐ EIN, ALMENNINGUR HEIMSINS, GETUM BJARGAÐ JULIAN ASSANGE

... Niðurstaðan í dag kemur ekki á óvart. Ég hafði einhvern tímann á orði að í raun væri það ekki Julian Assange sem biði eftir dómi heldur breska réttarkerfið. Síðan hef ég sannfærst um að breska réttarkerfið er ekki upp á marga fiska þegar stór-pólitískir hagsmunir eru í húfi. Og um það snýst mál Julian Assange, pólitíska hagsmuni ... 
SKREF EN VARLA HEILLASKREF

SKREF EN VARLA HEILLASKREF

Birtist í Morgunblaðinu 08.06.22. Laugardaginn 21. maí skrifaði Björn Bjarnason, fyrrverandi þingmaður með meiru, grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni Sögulegt heillaskref í NATO. Þar segir Björn og er skýjum ofar: „NATO-atburðarásin í Finnlandi og Svíþjóð undanfarnar vikur er skólabókardæmi um vel heppnaða framkvæmd á flóknum og viðkvæmum lýðræðislegum ákvörðunum.“ Hér er að sjálfsögðu vísað til þess að ...
Í FIMMTA LAGI

Í FIMMTA LAGI

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar skrifar hnitmiðaða grein í Fréttablaðið sl. miðvikudag um verkefnin framundan og hvernig beri að forgangsraða. Hann telur upp fimm þætti. Það beri að horfa til þriggja hinna fyrstu næstu árin „ þó að vissulega séu hinir möguleikarnir áhugaverðir í framtíðinni.“  Fyrstu þrír þættirnir snúa að ...
KJÖRBÚÐARKONAN: HEIMSPEKILEG HROLLVEKJA

KJÖRBÚÐARKONAN: HEIMSPEKILEG HROLLVEKJA

Ég var að ljúka lestri bókarinnar  Kjörbúðarkonan.   Höfundur er japanskur rithöfundur, Sayaka Murata, og þýðandi á íslensku er Elísa Björg Þorsteinsdóttir. Allt er þarna upp á tíu í þessari örstuttu bók í bókaröð   Angústúru -útfgáfunnar.  Já, stutt er bókin en höfundur þurfti heldur ekkert á því að halda að hafa hana lengri til að skilja lesendur sína eftir í ...
AÐ SKOÐA HEIMINN ÚR HINNI ÁTTINNI

AÐ SKOÐA HEIMINN ÚR HINNI ÁTTINNI

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 4/5.06.22. Það má vel vera að ég hafi sagt þessa sögu áður. En þótt svo væri þá er hún svo góð að seint verður hún of oft sögð. Sagan er reyndar ekki mín heldur hugmyndaríkra þáttagerðarmanna í bresku sjónvarpi fyrir nokkrum áratugum. Markmið þáttagerðarmannanna var að sýna Bretum hverjir þeir væru, láta þá horfast í augu við sjálfa sig. Og út frá því var gengið að ...
VIÐ ÞESSU EIGUM VIÐ SVAR

VIÐ ÞESSU EIGUM VIÐ SVAR

...  Með öðrum orðum, sæstrengur (sem hlýtur að teljast til grunninnviða) að fullu í samfélagslegri eign má ekki fá stuðning frá eigendum sínum, íslensku samfélagi vegna þess að einkafyrirtæki sér hugsanlega hagnaðarmöguleika í því að ná eignarhaldinu í sínar hendur ...  Í mínum huga er svar samfélagsins löngu orðið tímabært ...