Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Júní 2025

BOÐIÐ TIL FUNDAR Í HÁDEGINU NÆSTA MÁNUDAG

BOÐIÐ TIL FUNDAR Í HÁDEGINU NÆSTA MÁNUDAG

... En þarna er hver að hugsa um sig og þá Kúrdarnir væntanlega einnig en þeir segjast enga vini eiga nema fjöllin. Og þegar upp er staðið hefur ekkert ríki veitt þeim stuðning sem dugar gegn skefjalausu ofbeldi árum saman. Í febrúar var mannréttindadómstóllinn Permanent People´s Tribunal kallaður saman í Brussel til að rannsaka og komast að niðurstöðu um ofbeldið á hendur Kúrdum í Rojava. Væntanlegir til landsins eru höfuðsaksóknararnir, Ceren Uysal og Jan Fermon að greina frá niðurstöðum dómstólsins ...
FYRIR ÁHUGAFÓLK UM TÓNLIST

FYRIR ÁHUGAFÓLK UM TÓNLIST

Í kynningu Hannesarholts á tónleikum þeirra Judithar Ingólfsson og Vladimir Stoupel sunnudagskvöldið fimmtánda júní segir: “Fiðluleikarinn Judith Ingolfsson og píanóleikarinn Vladimir Stoupel skipa Duo Ingolfsson-Stoupel. Þau hafa vakið alþjóðlega athygli fyrir sannfærandi túlkanir, nýstárlegt tónverkaval og listræna tjáningu. Sjá nánar …
TVÆR ÁSTÆÐUR TIL AÐ SÆKJA FUND UM ÁFENGI OG LÝÐHEILSU

TVÆR ÁSTÆÐUR TIL AÐ SÆKJA FUND UM ÁFENGI OG LÝÐHEILSU

Á mánudag, 16, júní er efnt til málþings sem við ættum sem flest að sækja af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi vegna þess að málþingið er áhugavert. Í öðru lagi vegna þess að þar með styðjum við framtak sem sprottið er upp úr grasrótinni til þess að veita fróðleik en jafnframt knýja á um að farið verði að landslögum. Árum saman hafa ...
ÞÚ ÁTT EKKI EIN ORÐ ÞÍN, KRISTRÚN

ÞÚ ÁTT EKKI EIN ORÐ ÞÍN, KRISTRÚN

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 07/08.06.25. Ég er ábyrgur orða minna. Það er Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra einnig. En sá er munurinn á okkur að hún er í stöðu til að tala fyrir mína hönd en ég ekki fyrir hennar. Þess vegna kemur mér það við hvað hún segir. Og nú segist forsætisráðherrann vilja setja 70 milljarða á ári hverju í hernaðarútgjöld Íslendinga. Undir blossaregni ... (English translation) ...
HVERNIG VÆRI AÐ HLUSTA Á RADDIR REYNSLU OG SKYNSEMI?

HVERNIG VÆRI AÐ HLUSTA Á RADDIR REYNSLU OG SKYNSEMI?

Siv Friðleifsdóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra birtir athyglisverða grein á vefmiðlinum visir.is þar sem vísað er í yfirlýsingu norrænna og baltneskra lýðheilsusérfræðinga um áfengis og vímuvarnarmál ... Nú séu blikur á lofti vegna ágengni markaðsafla sem lítið gefa fyrir rannsóknir og þar með staðreyndir og enn minna fyrir lýðheilsu ...