Fara í efni

MANNRÉTTINDALÖGMENN Í MORGUNBLAÐINU

Síðastliðinn laugardag birti Morgunblaðið athyglisvert viðtal við þau Ceren Uysal og Jan Fermon, mannréttindalögmenn sem komu hingað til lands til þess að fjalla um niðurstöður mannréttindadómstóls um stríðsglæpi í Kúrdahéruðum Norður- Sýrlands, Rojava. Á mánudag töluðu þau fyrir fullu Safnahúsinu en fundurinn var undir merkjum fundaraðarinnar, Til róttækrar skoðunar.

Morgunblaðið sýndi málinu strax áhuga og birti prýðisgott og mjög fróðlegt viðtal við lögmennina. Um það sem þar kom fram ætla ég ekki að fjölyrða en hvet fólk til að lesa viðtalið sem má nálgast hér:

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/06/22/framtidin_litur_illa_ut_fyrir_kurda/

Morgunblaðsgreinin í heild sinni:

Ceren Uysal, tyrk­nesk­ur mann­rétt­inda­lögmaður í for­svari fyr­ir Europe­an Associati­on of Lawyers for Democracy and World Hum­an Rights (ELDH), og Jan Fernon, belg­ísk­ur mann­rétt­inda­lögmaður og aðal­rit­ari In­ternati­onal Associati­on of Democratic Lawyers, segja að framtíð Kúrda sé óljós.

Ný­verið var mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn Per­man­ent Peop­les’ Tri­bunal (PPT) kallaður sam­an í Brus­sel til að rann­saka og kom­ast að niður­stöðu um of­beldi Tyrkja á hend­ur Kúr­d­um í Roja­va, en svo nefn­ist það hérað í Sýr­landi sem sýr­lensk­ir Kúr­d­ar ráða nú yfir.

PPT eru óháð frjáls fé­laga­sam­tök, upp­haf­lega stofnuð á Ítal­íu árið 1979 af lög­fræðingn­um Lelio Basso.

„Þetta eru fé­laga­sam­tök sem miða að því að skapa ann­an vett­vang fyr­ir ábyrgð og umræðu um ábyrgð ríkja þegar það eru hindr­an­ir að aðgangi að alþjóðleg­um rétt­ar­kerf­um. Þarna kem­ur sam­an hóp­ur sér­fræðinga á þessu sviði sem mynda dóm­stól sem fylg­ir laga­legri upp­bygg­ingu. Hann starfar al­veg eins og raun­veru­leg­ur dóm­stóll að frá­töld­um fram­kvæmd­ar­hluta dóms­ins,“ seg­ir Uysal.

Fá virta dóm­ara til starfa

„PPT bygg­ir á yf­ir­lýs­ingu Sam­einuðu þjóðanna um rétt­indi þjóða frá 1976 og fær­ir áhersl­una frá ein­stak­lings­bundn­um mann­rétt­ind­um yfir á sam­eig­in­leg rétt­indi þjóða, eins og sjálfs­ákvörðun­ar­rétt. Það vel­ur hina virt­ustu dóm­ara til starfa, oft fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ara eða fyrr­ver­andi emb­ætt­is­menn Sam­einuðu þjóðanna, til að veita laga­leg­ar álits­gerðir byggðar á traust­um sönn­un­ar­gögn­um,“ seg­ir Fernon.

Fyrr á ár­inu var Rojova val­in til rann­sókn­ar.

„Við feng­um skýra, vel skrifaða beiðni frá sjálf­stjórn­ar­stjórn Rojova sem spurði hvort við vild­um skipu­leggja eitt­hvað slíkt. Við greind­um þetta, mát­um sönn­un­ar­gögn­in sem þau létu sak­sókn­arat­eymið hafa. Við höf­um fylgst með því sem er að ger­ast á svæðinu í norðaust­ur­hluta Sýr­lands og höfðum áhyggj­ur af al­var­leika máls­ins. Við ákváðum því að samþykkja beiðnina og hóf­um ferlið,“ seg­ir Uysal.

Fernon seg­ir að árið 2017 hafi PPT skipu­lagt dóm­stól í Par­ís sem ein­beitti sér að her­ferð sem tyrk­nesk yf­ir­völd stóðu fyr­ir gegn Kúr­d­um í Tyrklandi á ár­un­um 2015-2016.

„Það ferli gerði PPT þekkt meðal Kúrda í Sýr­landi, sem leituðu þá aft­ur til okk­ar með nýtt mál sem sneri að aðgerðum Tyrk­lands í Rojova.”

Þau segja að margt af því sem hef­ur átt sér stað í Rojova sé al­menn­ingi hulið.

„Til dæm­is vita fáir að Tyrk­land er á svæðinu án samþykk­is ör­ygg­is­ráðs Sam­einuðu þjóðanna. Tyrk­land er greini­lega her­námsaðili á þessu svæði. Þeir hafa rutt kúr­dísku út úr skól­un­um og tyrk­neska kem­ur í staðinn og þeir hafa jafn­vel þröngvað inn notk­un tyrk­nesku lírunn­ar. Það vantaði mikið af upp­lýs­ing­um sem bentu sterk­lega ekki aðeins til glæpa gegn mann­kyni og stríðsglæpa held­ur einnig aðallega til árás­arglæpa. Þetta sannaði að Tyrk­land er að inn­leiða mjög skýra ný­lendu­stefnu á þessu svæði,“ seg­ir Uysal.

Aukið gildi í laga­legu sam­hengi

Uysal seg­ir að niðurstaða dóm­stóls­ins geti veitt mál­inu aukið gildi í laga­legu sam­hengi. Fernon tek­ur und­ir það.

„Ég er sam­mála, þetta snýst um sýni­leika og upp­lýs­ing­ar en ég tel líka mik­il­vægt að rétt­ar­höld­in hafi farið fram á þess­um tíma­punkti. Vegna þess að fólkið sem ræður nú ríkj­um í Dam­askus er í raun og veru þeir sem störfuðu sem tyrk­nesk­ir málaliðar á svæðinu í kring­um Idlib, réðust á Kúrda fyr­ir hönd Tyrk­lands og frömdu flesta þessa glæpi. Tíma­setn­ing rétt­ar­hald­anna varpaði ljósi á þetta og upp­lýsti al­menn­ing hverj­ir þess­ir menn eru í raun og veru,“ seg­ir hann.

„Annað mik­il­vægt atriði var til­finn­inga­leg viðbrögð áheyr­enda,“ seg­ir Uysal og lýs­ir því hvernig þau hafi hitti nokkra ein­stak­linga sem komu bara til þess að fylgj­ast með fund­un­um, þar á meðal gaml­ar kúr­dísk­ar kon­ur, lík­lega mæður sem höfðu misst fjöl­skyld­ur sín­ar í árás­un­um.

„Þetta fólk hef­ur ekki tök á því að leita til Alþjóðaglæpa­dóm­stóls­ins eða annarra laga­legra leiða. Þessi dóm­stóll er vett­vang­ur fyr­ir þau til að láta í sér heyra, sem er verðmæti í sjálfu sér,“ bæt­ir hún við.

„Þetta hef­ur einnig áhrif á málsvörn. Þegar svona úr­sk­urður kem­ur frá virt­um lög­fræðing­um breyt­ir það því hvernig hægt er að beita þrýst­ingi. Þetta eru ekki leng­ur „bara Kúr­d­ar að segja þetta“. Nú hef­ur dóm­stóll, skipaður laga­sér­fræðing­um, farið yfir alls kon­ar gögn og kom­ist að þeirri niður­stöðu að þjóðern­is­hreins­an­ir og aðrir glæp­ir hafi átt sér stað. Það skipt­ir máli í póli­tísk­um og laga­leg­um umræðum,“ seg­ir Fernon.

Með hliðsjón af nú­ver­andi þróun í Sýr­landi og áfram­hald­andi árás­um Tyrkja seg­ir Uysal að framtíðin líti frek­ar illa út fyr­ir Kúrda.

„Því miður já, en þetta snýst ekki bara um Kúrda. Þessi heims­hluti stend­ur frammi fyr­ir mikl­um óstöðug­leika. Ég held að hver sem er á þessu svæði sjái í hvað stefni. Við sjá­um hvað er að ger­ast. Nú þurfa Kúr­d­arn­ir að tak­ast á við þessa nýju stjórn.“

Eig­in­lega ekki leng­ur ríki

„Framtíðin er óljós. Sýr­land er eig­in­lega ekki leng­ur ríki. Suður­hlut­inn er und­ir her­námi Ísra­els og Dam­askus er stjórnað af hóp­um sem njóta stuðnings Tyrkja. Mik­ill óstöðug­leiki rík­ir þarna, eini hlut­inn sem er enn nokkuð stöðugur eru Kúr­d­arn­ir í Sýr­landi. Því fer það, held ég, mjög eft­ir því hvaða ákv­arðanir þeir munu taka, hvaða banda­lög þeir munu byggja upp, hvort þeir verði hrygg­ur nýs sýr­lensks rík­is, sem er held ég al­veg mögu­leiki,“ seg­ir Fernon.

Hann seg­ir það aug­ljóst að banda­lag við Tyrk­land sé ólík­legt þar sem Tyrk­ir hafa verið upp­spretta þeirra vanda­mála í mörg ár.

„Það er þó al­veg ómögu­legt að segja núna í hvaða átt þetta fer.“

Ögmund­ur Jónas­son, fyrr­ver­andi ráðherra Vinstri grænna, stend­ur fyr­ir fundi um þessi mál­efni en þar munu Fernon og Uysal greina frá niður­stöðum dóm­stóls­ins. Fund­ur­inn fer fram í há­deg­inu á mánu­dag­inn á Hverf­is­götu.

„Nær viðstöðulaust og fram á þenn­an dag hef­ur tyrk­neski her­inn og málaliðar hans haldið upp stöðugum árás­um á Kúr­da­byggðirn­ar. Banda­ríkja­menn hafa veitt Kúr­d­um í Roja­va stuðning – tak­markaðan þó og aldrei að því marki að þeir yrðu ógn við NATO-ríkið Tyrk­land. Þessi stuðning­ur Banda­ríkja­manna hef­ur þó orðið til þess að halda Tyrkj­um að ein­hverju marki í skefj­um,“ seg­ir Ögmund­ur á heimasíðu sinni.

Tyrkir og sýrlenskir bandamenn þeirra hófu sókn inn í Rojava-hérað …
Tyrk­ir og sýr­lensk­ir banda­menn þeirra hófu sókn inn í Roja­va-hérað haustið 2019. Hafa Tyrk­ir haft fasta viðveru í norður­hluta lands­ins síðan. AFP/​Nazeer Al-khatib

 

------------------------------------------------------------------------

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course:
https://www.ogmundur.is/