Fara í efni

Greinasafn - Greinar

2022

HVER VILL SVARA FYRST?

HVER VILL SVARA FYRST?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 17/18.12.22. Reglulega erum við minnt á mikilvægi þess að standa vörð um „vestræn gildi“. Svo mikils virði séu þau, okkur svo dýrmæt, að allt sé til vinnandi að vaðrveita þau. Þurfi til þess að heyja stríð þá verði svo að vera. Látum það síðastnefnda liggja á milli hluta að sinni þótt röksemdafærslan sé ...
BREIÐFIRÐINGAKÓRINN SYNGUR INN JÓLIN

BREIÐFIRÐINGAKÓRINN SYNGUR INN JÓLIN

Ef ég fæ því komið við læt ég mig ekki vanta á jólatónleika Breiðfirðingakórsins. Og á sunndudag fékk ég því einmitt komið við að sækja tónleikana þetta árið. Stundin var yndisleg, allt frá því að   Gleðileg jól   Händels með texta Ingólfs Jónssonar frá Prestbakka hljómaði í Fella- og Hólakirkju þar sem tónleikarnir fóru fram og þar til allir tóku undir með kórnum í ljóðlínum Sveinbjörns Egilssonar í   Heims um ból.   Inn á milli voru ein átján lög,   Ave maría   Kaldalóns að sjálfsögðu ...
HJÁ KRISTJÁNI Á SPRENGISANDI

HJÁ KRISTJÁNI Á SPRENGISANDI

Í morgun þáði ég gott boð Kristján Kristjánssonar stjórnanda fréttaþáttarins Sprengisands á Bylgjunni þar sem lagt var út af bók minni  Rauða þræðinum . Farið var vítt og breitt um sviðið eins og heyra má hér ...
HVAÐ EF ... ?

HVAÐ EF ... ?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 03/04.12.22. Þannig spyr Valur Gunnarsson rithöfundur og blaðamaður, landkönnuður liggur mér við að kalla hann í því hlutverki því að víða hefur hann farið á undanförnum árum, einkum í Austurvegi, fyrrum Sovétlýðveldunum, og kynnt sér aðstæður fólks þar um slóðir í nánast nýjum heimi eftir fall Sovétríkjanna. En hvað ef hvað? Spurninguna í heiti nýútkominnar bókar Vals á augljóslega eftir að bera fram til fulls ... 
HÖRÐUR VILJHJÁLMSSON KVADDUR

HÖRÐUR VILJHJÁLMSSON KVADDUR

Minningarstundin í Garðakirkju á Álftanesi þriðjudaginn tuttugasta og annan nóvember síðastliðinn var í fullkomnu samræmi við þann mann sem þar var minnst. Þetta var Hörður Vilhjálmsson, fyrrum fjármálastjóri Ríkisútvarpsins með meiru. Reyndar mörgu meiru því hann átti ...
JÓNATANS MINNST

JÓNATANS MINNST

Fáir held ég að hafi fagnað stofnun Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs árið 1999 jafn innilega og fölskvalaust og Jónatan Stefánsson. Margoft hafði hann á orði hvílík frelsun það væri að þurfa ekki að ganga með sínum gamla flokki, Alþýðubandalaginu, inn í eitthvert kratasamsull. Það hefði aldrei verið hægt að treysta ...
LEYFIST AÐ SPYRJA UM LEIÐTOGA?

LEYFIST AÐ SPYRJA UM LEIÐTOGA?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 19/20.11.22. ... Leiðtogahyggjan hefur heldur verið að styrkjast á undanförnum árum og þá á kostnað þess lýðræðis sem við viljum held ég flest sjá, nefnilega frelsi til skoðana og tjáningar, að almannavilji sé virtur, að stjórnmálamenn geri það sem þeir gefa sig út fyrir að vilja fyrir kosningar, að engum sé gert að vera sauður í hjörð. Nýlokið er enn einni ráðstefnu kvenleiðtoga í Reykjavík. Þessar ráðstefnur ákváðu ríkisstjórn og Alþingi fyrir okkar hönd að ...
AFSTAÐA ÍSLANDS VERÐI AFDRÁTTARLAUS

AFSTAÐA ÍSLANDS VERÐI AFDRÁTTARLAUS

Fréttir herma að Rússar hafi skotið skotið eldflaug á Pólland. Bandarískur (!) embættismaður staðfestir að tveir Pólverjar hafi látist í árásinni. Pentogon í Washington segist vera að rannsaka málið. Neyðarfundur í NATÓ í uppsiglingu væntanlega að ræða hvað gera skuli á grundvelli samþykkta hernaðarbandalagsins: Árás á eitt jafngildi árás á önnur NATÓ ríki.  Íslenska utanríkisráðuneytið er sagt vera í viðbragðsstöðu.Til að gera hvað? Á þessari stundu er bara eitt að gera ...
JÓHANNESAR TÓMASSONAR MINNST

JÓHANNESAR TÓMASSONAR MINNST

Útför Jóhannesar Tómassonar fyrrum samstarfsmanns míns og vinar fór fram síðastliðinn föstudag. Margir hafa minnst Jóhannesr enda vinsæll maður, hlýr og hjálpsamur. Eftirfarandi eru minningarorð mín sem ...
Á EINELTISVAKTINNI MÁ ALDREI SOFNA

Á EINELTISVAKTINNI MÁ ALDREI SOFNA

... Þess vegna má aldrei sofna á vaktinni eins og segir í millifyrirsögn áhrifaríkrar blaðagreinar eftir Kolbrúnu Baldursdóttur, sálfræðing og fulltrúa Flokks fólksins í Reykjavík. Hún birtir í dag af tilefni dagsins tvær verulega góðar greinar, annars vegar í Morgunblaðinu og hins vegar í Fréttablaðinu.  Ég hvet alla til að lesa þessar greinar ...