Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Desember 2022

HVER VILL SVARA FYRST?

HVER VILL SVARA FYRST?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 17/18.12.22. Reglulega erum við minnt á mikilvægi þess að standa vörð um „vestræn gildi“. Svo mikils virði séu þau, okkur svo dýrmæt, að allt sé til vinnandi að vaðrveita þau. Þurfi til þess að heyja stríð þá verði svo að vera. Látum það síðastnefnda liggja á milli hluta að sinni þótt röksemdafærslan sé ...
BREIÐFIRÐINGAKÓRINN SYNGUR INN JÓLIN

BREIÐFIRÐINGAKÓRINN SYNGUR INN JÓLIN

Ef ég fæ því komið við læt ég mig ekki vanta á jólatónleika Breiðfirðingakórsins. Og á sunndudag fékk ég því einmitt komið við að sækja tónleikana þetta árið. Stundin var yndisleg, allt frá því að   Gleðileg jól   Händels með texta Ingólfs Jónssonar frá Prestbakka hljómaði í Fella- og Hólakirkju þar sem tónleikarnir fóru fram og þar til allir tóku undir með kórnum í ljóðlínum Sveinbjörns Egilssonar í   Heims um ból.   Inn á milli voru ein átján lög,   Ave maría   Kaldalóns að sjálfsögðu ...
HJÁ KRISTJÁNI Á SPRENGISANDI

HJÁ KRISTJÁNI Á SPRENGISANDI

Í morgun þáði ég gott boð Kristján Kristjánssonar stjórnanda fréttaþáttarins Sprengisands á Bylgjunni þar sem lagt var út af bók minni  Rauða þræðinum . Farið var vítt og breitt um sviðið eins og heyra má hér ...
HVAÐ EF ... ?

HVAÐ EF ... ?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 03/04.12.22. Þannig spyr Valur Gunnarsson rithöfundur og blaðamaður, landkönnuður liggur mér við að kalla hann í því hlutverki því að víða hefur hann farið á undanförnum árum, einkum í Austurvegi, fyrrum Sovétlýðveldunum, og kynnt sér aðstæður fólks þar um slóðir í nánast nýjum heimi eftir fall Sovétríkjanna. En hvað ef hvað? Spurninguna í heiti nýútkominnar bókar Vals á augljóslega eftir að bera fram til fulls ...