Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Apríl 2020

Á BARÁTTUDEGI VERKALÝÐSINS 1. MAÍ: ENDURREISUM ÍSLAND Í ANDA JAFNAÐAR!

Á BARÁTTUDEGI VERKALÝÐSINS 1. MAÍ: ENDURREISUM ÍSLAND Í ANDA JAFNAÐAR!

Ísland og heimurinn allur er að ganga í gegnum kreppu. Út úr henni þurfum við að koma með gerbreyttar áherslur í efnhags- og samfélagsmálum. Upp úr stendur hve óviðbúin heimurinn var kreppunni og viðbrögðin eftir því, ekki aðeins hér á landi heldur alls staðar, fálmkennd og leitandi. Spurt er hvort við séum tilbúin að kosta öllu til við að endurræsa kapítalismann? Viljum við það?   Þessu þarf að svara. Og í dag kom í ljós að verkalýðshreyfingin er að byrja að svara ...
“SAMVINNUFRUMVARPIД Í KASTJÓSI

“SAMVINNUFRUMVARPIД Í KASTJÓSI

Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um einkavæðingu og gjaldtöku í vasa fjárfesta í samgöngukerfinu. Frumvarpið er borið fram af samgönguráðherra, formanni Framsóknarflokksins, Sigurði Inga Jóhannssyni, sem fyrir kosningar lofaði því að hverfa frá áætlunum fyrirrennara sins í embætti sem vildi innleiða tolla og gjöld í samgöngukerfinu. Frumvarp ráðherrans er hins vegar sett fram til að ...
ENN UM KLA.TV

ENN UM KLA.TV

Fyrir nokkrum dögum vakti ég athygli á Kla Tv, merkilegu framtaki í upplýsingamiðlun. Þá sagði ég m.a. eftirfarandi  ...  Nú er komið nýtt fréttabréf frá Kla TV og birti ég hér slóðina á það og geri ég það af tveimur ástæðun, annars vegar vegna þess að ég vil vekja athygli á hinu lofsverða framtaki og hins vegar vegna þess að slóðin sem ég gaf við fyrri birtingu (varðandi að hafa samband) var röng. Hún   ...
EKKI STEFNA AÐ SELJA LEIFSSTÖÐ “AÐ SVO STÖDDU” EN …

EKKI STEFNA AÐ SELJA LEIFSSTÖÐ “AÐ SVO STÖDDU” EN …

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir viðrar drauma sína á forsíðu Morgunblaðsins um nýliðna helgi. Draumar sínir séu enn sem komið er ekki orðin stefna ríkisstjórnarinnar, “að svo stöddu” séu þetta hennar skoðanir. Reynslan kennir að pólitískir draumar þessa ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra eru martröð annarra. Við minnumst orkupakkaumræðunnar. Þar sagði ráðherrann það sem ekki mátti segja en var engu að síður ...
Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Í SUMARBYRJUN

Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Í SUMARBYRJUN

Þessi heimasíða er í bland málgagn og umræðuvettvangur annars vegar og skjalasafn hins vegar. Þessa mynd og frásögn í Stundinni set ég hér með í skjalasafnið og færi öllum lesendum af því tilefni síðbúnar sumarkveðjur.   https://stundin.is/grein/10619/?fbclid=IwAR2eu6Gy87DtwOrNZ1vorQzTkSRPYzN3ZjuTeGeGoV-fujuyHdS1Iss96wg
KVÓTANN HEIM: ENN SKYGGNST UM Í SÁLARLÍFI STÓRÚTGERÐARINNAR

KVÓTANN HEIM: ENN SKYGGNST UM Í SÁLARLÍFI STÓRÚTGERÐARINNAR

Minni á Kvótann heim á sunnudögum klukkan 12 og eftir það aðgengilegt á youtube. https://kvotannheim.is/    
KLA TV: ATHYGLISVERÐUR MIÐILL

KLA TV: ATHYGLISVERÐUR MIÐILL

Ég vek athygli á Kla TV sem er upprunalega þýskumælandi miðill en er nú að finna á fleiri tungumálum og með framlagi víða að þar á meðal Íslandi. Ég er áskrifandi  af íslensku fréttsabréfi Kla TV og líkar mottóið sem starfað er samkvæmt:    Við fullyrðum ekki að við getum alltaf flutt allan sannleikann en við flytjum ykkur gagnrýnar raddir.”   Í samræmi við þetta segir í nýjasta fréttabréfi Klar TV ...
HÚSNÆÐI Á VILDARKJÖRUM EÐA VEGI SEM ENGINN EKUR Á?

HÚSNÆÐI Á VILDARKJÖRUM EÐA VEGI SEM ENGINN EKUR Á?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 25/26.04.20. ... Það er kominn tími til þess að setja alvarleg spurningarmerki við ýmis áður viðtekin viðhorf til útþenslukerfis kapítalismans. Það hljóta þau alla vega að gera sem segjast hafa áhyggjur af ágengni mannskepnunnar í viðkvæmt lífríki Móður jarðar. Þá er komið að þeirri spurningu sem ég vildi spyrja ...
ALLT EINS OG ÁÐUR: HERMANG Í BOÐI RÍKISSTJÓRNAR

ALLT EINS OG ÁÐUR: HERMANG Í BOÐI RÍKISSTJÓRNAR

Áform Pentagon og NATÓ um hernaðaruppbyggingu á Íslandi voru ekki orðin tóm. Allt á fullri ferð segir Mogginn. Eina hryggðarfréttin er sú að vegna Kóróna veirunnar þurfti að fresta fyrirhugaðri heræfingu NATÓ á Íslandi í sumar. Ekki vegna þess að efasemdir væru uppi á Alþingi, hvað þá í ríkisstjórn, heldur aðeins vegna veikinda og smithættu! Morgunblaðið greinir frá gangsetningu fyrsta verkefnisins í hermanginu, þar sem verktakinn er  ...
MAKRÍLL, MILLJARÐAR OG HNEYKSLAN EN HVAÐ SVO?

MAKRÍLL, MILLJARÐAR OG HNEYKSLAN EN HVAÐ SVO?

Á sunnudag klukkan tólf verður útsending á Kvótann heim að þessu sinni um makríldeilurnar og á hvern hátt þær gefa innsýn í fiskveiðistjórnunarkerfi sem komið er að fótum fram. Útsending hefst klukkan tólf á slóðinni hér að neðan en síðan verður þátturinn aðgengilegur á youtube eins og fyrri þættir.  https://kvotannheim.is/