Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Júní 2021

TIL HAMINGJU THATCHER!

TIL HAMINGJU THATCHER!

Til hamingju Thatcher með ríkisstjórn Íslands sem nú er að selja drjúgan hlut í einni helstu fjármálastofnun þjóðarinnar, Íslandsbanka. Allt samkvæmt þinni formúlu!  Meirihluti Íslendinga er andvígur sölunni samkvæmt skoðan akönnunum en fjárfestar í Dubai eru himinlifandi. Líka 24 þúsumd smáfjárfestar ...
NÝJA SAMVINNUSTEFNAN AÐ KOMAST Í FRAMKVÆMD

NÝJA SAMVINNUSTEFNAN AÐ KOMAST Í FRAMKVÆMD

Fyrir fáeinum mánuðum boðaði ríkisstjórnin með Framsóknarflokkinn í broddi fylkingar nýja “samvinnustefnu” í samgöngumálum. Hún gengur út á að gefa fjárfestum kost á að græða á umferð um vegi landsins. Hornafjarðarbrú er nú að fara í útboð samkvæmt þessari formúlu sem reyndar er ekki nýrri af nálinni en svo, að víða þar sem fjárfestar hafa undirtökin í þjóðfélaginu nýta þeir pólitíska handlangara sína til að færa sér auðfenginn gróða úr vösum skattborgara. Á ensku er þetta kallað ...
STYTTING VINNUTÍMA GAGNIST ÖLLUM

STYTTING VINNUTÍMA GAGNIST ÖLLUM

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 19/20.06.21. Í sjálfsþurftarsamfélagi fyrri tíma var stórfjölskyldan meira og minna saman í allri sinni daglegu önn, í vinnu jafnt sem frístundum. Svo kom kapítalisminn með strangri verkaskiptingu, tilteknum þörfum sinnt hér og öðrum þar. Og síðan versluðu menn sín á milli með það sem framleitt var. Þetta fyrirkomulag varð smám saman til að sundra fjölskyldunni. Fólk var nú kallað til verka í margvíslegri ...
SYNDIR SONANNA TIL SKOÐUNAR Í STRASSBORG

SYNDIR SONANNA TIL SKOÐUNAR Í STRASSBORG

Syndir feðranna koma niður á börnunum   segir í málshætti. “Mannréttindadómstóll” Evrópu í Strassborg hefur snúið þessu við. Því nú eru það syndir sonanna sem koma niður á feðrunum. “Mannréttindadómstóllinn” í Strassborg hefur í seinni tíð gerst iðinn við að ógilda dóma í hvítflibbamálum frá bankahruninu með hjálp formgallalögfræðinnar.  Nýjasta dæminu greinir   ...
24. APRÍL

24. APRÍL

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 05/06.06.21. ... Þau ríki sem hér eru nefnd eru allt NATÓ-félagar Tyrkja og þess vegna kannski ekki við öðru að búast en að í yfirlýsingu Bidens forseta BNA frá 24. apríl síðastliðnum, um þetta aldargamla þjóðarmorð, skyldi tekið fram að í viðurkenningunni væri engin ásökun fólgin, aðeins að slíkir atburðir mættu ekki endurtaka sig. En gott og vel, þá er líka að reyna að standa við það í samtímanum. Suður í Tyrklandi var annar maður með augun á þessari dagsetningu ...