Fara í efni

TIL HAMINGJU THATCHER!

Til hamingju Thatcher með ríkisstjórn Íslands sem nú er að selja drjúgan hlut í einni helstu fjármálastofnun þjóðarinnar, Íslandsbanka. Allt samkvæmt þinni formúlu!
Meirihluti Íslendinga er andvígur sölunni samkvæmt skoðanakönnunum en fjárfestar í Dubai eru himinlifandi. Líka 24 þúsumd smáfjárfestar segir Bjarni fjármálaráðherra sem spígsporar um á feisbók í kostaðri auglýsingu og kveður sigurljóð um dreifða eignaraðild.
Höfundur þess ljóðs er Margaret Thatcher, forsætisráðherra peningafrjálshyggjunnar á Bretlandi. Hún vildi gera alla að kapítalistum, allir ættu að eiga í honum hlut og þar með hlutdeild í vörninni fyrir fjárgróðakapítalið. Þetta er draumur Íslands segir Bjarni og talar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar – eða hvað?
Flest er nú eins og fyrir hrunið 2008. Í stað Samfylkingar er hins vegar VG.
Vesalings kjósandinn.
24 þúsund hluthafar.JPG