Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 30.11.14.Þegar vísitala launa var tekin af með lögum í júní 1983 hófst mikil umræða í þjóðfélaginu um hvort réttmætt væri að halda verðtryggingu á lánum.
Ekki veit ég hve margt þeir eiga sameiginlegt Þorvaldur Gylfason, Jónas Kristjánsson og Egill Helgason. Eitt er það þó sem tvímælalaust sameinar þá í skrifum þeirra þessa dagana og það er að vilja gera sem minnst úr þeim verkum sem voru unnin í innanríkisráðuneytinu á síðasta kjörtímabili og miðuðu að því að efla mannréttindi.
Birtist í DV 21.11.14.Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp, stutt af öllum þingmönnum sem sæti eiga í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins, sem gerir ráð fyrir að lögum verði breytt á þann veg að aðstandendur dómþola í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fái heimild til að krefjast endurupptöku fyrir Hæstarétti á þessum þekktustu sakamálum íslenskrar réttarsögu.
Halda menn að læknadeilan verði auðleystari ef samningaviðræður eru dregnar á langinn? Heldur ríkisstjórnin að samúð almennings með kröfum lækna muni dvína? Þannig er því ekki farið.
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 16.11.14.Er margbreytileikinn einhvers virði? Skiptir máli að varðveita fjölbreytileika flórunnar og fánunnar? Væri í lagi að hafa bara eina trjátegund? Til dæmis velja ösp fyrir Ísland, hraðvaxta og tiltölulega harðgert tré? Láta kræklótt birkið gossa og víðinn.
Í spjalli okkar Brynjars Níelssonar í morgunútvarpi Bylgjunnar bar sitthvað á góma en þó fyrst og fremst skuldaleiðréttinguna sem margir horfa til þessa dagana.
Því miður brást ríkisstjórnin í því að lagfæra skuldaleiðréttingarráðstafanir sínar og gera þær félagslega ásættanlegri eins og lagt var til þegar þingið lögfesti ráðstafanirnar síðastliðið vor.