Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Júlí 2016

Kristín Halldórsdóttir

KRISTÍNAR HALLDÓRSDÓTTUR MINNST

Kristín Halldórsdóttir lést hinn 14. júlí síðasltiðinn og fór minningarathöfn fram 26. júlí. Eftirfarandi minningargrein mina birti Morgunblaðiði 30.
Frettablaðið

VARNARVÍSITALA LÁGTEKJUFÓLKS

Birtist í Fréttablaðinu 25.07.16.. Tillaga: Samið verði um vísitölubundið launabil. Fjármálaráðuneytið eða stofnanir sem undir það heyra semji á þann veg í kjarasamningum að lægstu föstu launagreiðslur verði aldrei lægri en þriðjungur af hæstu föstu launagreiðslum.. Krafan um hækkun lægstu launa er virðingarverð og ber að styðja af alefli.
Mjólk 2

KREDDUFÓLKI BREGÐUR Í BRÚN

Mikil og að mestu leyti jákvæð viðbrögð hafa orðið við grein sem ég skrifaði síðastliðinn miðvikudag í Fréttablaðið um einelti Samkeppniseftirlitsins á hendur Mjólkursamsölunni, en sem kunnugt er vill Samkeppniseftirlitið sekta MS um nær hálfan milljarð fyrir - að því er ég fæ best séð - að fara að þeim lögum sem Alþingi hefur sett mjólkuriðnaðinum! Engin niðurstaða er fengin í þetta makalausa kærumál og er ekki ólíklegt að úrskurðaraðilar sendi þessa fráleitu kröfu aftur til föðurhúsanna.
MBL

DRENGURINN OG STEÐJINN

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 23/24.07.16.. Tuttugasta öldin var mesta framfaraskeið mannkynssögunnar. Framfarirnar náðu vissulega ekki til allra jarðarbúa, fjarri því.
Skátar 2

STÐYJUM SKÁTANA Á ÚLFLJÓTSVATNI

Undanfarna daga hefur staðið alþjóðlegt skátamót á Úlfljótsvatni í Grafningi. Þar hafa skátar komið sér upp góðri aðstöðu.
Frettablaðið

MS ENN Í EINELTI

Birtist í Fréttablaðinu 20.07.16.. Samkeppniseftirlitið hefur frá því sú stofnun varð til, haft hin meira en lítið vafasömu Bændasamtök í sigti.
Þinghúsbruni II

BERLÍN 1933 - ANKARA 2016

FEBRÚAR 1933. Kveikt í þinghúsinu í Berlín. Hitler var þá nýorðinn kanslari og nasistar fjölmennasti þingflokkurinn með rúm 33% atkvæða á bak við sig.
MBL

ÞÖRF Á YFIRVEGAÐRI UMRÆÐU UM FLÓTTAFÓLK

Birtist í Morgunblaðinu 14.07.16.. Nýlega var því slegið upp í fréttatíma Ríkisútvarpsins að fulltrúi No Borders samtakanna vildi að við segðum okkur frá Dyflinnarsamkomulaginu og hættum að senda umsækjendur um alþjóðlega vernd (hælisleitendur) úr landi.
Bylgjan - fyrsta selfie

FYRSTA SJÁLFTÖKUMYNDIN!

Það er ekki seinna vænna að nútímavæðast. Í morgun bauðst mér að sitja fyrir á sjálftökumynd - hinni margrómuðu SELFIE - og er það í fyrsta skipti sem ég er myndatökumaður á slíkri mynd! . . Þetta var að loknu útvarpsspjalli í Bítinu á Bylgjunni með þeim Þorbirni Þórðarson og Hugrúnu Halldórsdóttur þar sem umræðuefnið var markaðsvæðing innan heilbrigðisþjónustunnar með sérstakri tilvísan til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Frettablaðið

SJÁ MARKAÐINN!

Birtist í Fréttablaðinu 13.07.09.. Fréttablaðið valdi réttilega forsíðu sína til að segja okkur að fyrir hönd okkar skattgreiðenda hefði Sjálfstæðisflokkurinn nú ákveðið að ganga til viðræðna við einkaaðila um rekstur tveggja heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu.