Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Nóvember 2002

BSRB vill tryggja persónuvernd

Birtist í Mbl. 26.11.2002Aðalfundur BSRB sem haldinn var fyrir fáeinum dögum lagði áherslu á að settar verði reglur sem tryggi persónuvernd starfsmanna á vinnustöðum.

Hvar eru frjálshyggjumennirnir þegar á reynir?

Birtist í DV 28.11.2002Fyrst var deilt um það hvort gera ætti ríkisbankana að hlutafélögum. Það var gert og nú hefur verkið nánast verið fullkomnað með því að selja Landsbanka og Búnaðarbanka að undanskildum litlum hluta sem enn er í þjóðareign.

Er kominn tími til að líta í spegil?

- Það var verið að breyta NATO, taka inn fleiri ríki, og breyta um áherslur. Einn fyrir alla og allir fyrir einn eru þeir að tala um.- Það er verið að þvinga fátækar þjóðir Austur-Evrópu til að kaupa bandarísk hergögn af fyrirtækjunum sem studdu Bush í forsetakosningunum.

Mannréttindum má aldrei fórna

Íslensk stjórnvöld óska eftir því við forráðamenn Flugleiða og Atlanta að flugfélögin gangist undir þá kvöð að ráðstafa farþegaflugvélum til flutninga á herliði á vegum NATÓ komi til átaka sem hernaðarbandalagið á hlutdeild í.

Þriðji heimurinn og við

Út er komið tímarit stjórnmálafræðinema við Háskóla Íslands og nefnist ritið Íslenska leiðin. Undirritaður var beðinn að svara nokkrum spurningum í greinarstúf sem hér birtist:. . Það viðfangsefni sem ég hef verið beðinn um að velta vöngum yfir í þessu greinarkorni lýtur að þeirri togstreitu og ójöfnuði sem ríkir á milli norðurs og suðurs og hvernig hægt sé að bæta stöðu þeirra landa sem teljast til „suðurs“.

Enginn vill vera vondur við lítilmagnann – Af prófkjörsraunum

Það er engin ein rétt leið til að raða frambjóðendum á lista fyrir kosningar. Ég er ekki í vafa um að heppilegast er– ef um það getur skapast friður – að raða frambjóðendum upp á lista sem síðan er borinn undir atkvæða félagsfundar eða annarrar samkomu eftir atvikum.

Bandarísk yfirráð

Hálf milljón manns mótmælti yfirvofandi herför Bandaríkjaforseta gegn Írökum í Flórens á Ítalíu fyrir fáeinum dögum.

Fréttamynd ársins

Góð fréttamynd sýnir ekki bara þá mynd af raunveruleikanum sem hið pólitíska vald heldur að okkur til einföldunar og þæginda, fréttamyndin afruglar þá tálsýn og færir okkur raunveruleikann sjálfan.

Það verður að hækka atvinnuleysisbætur

Birtist í DV 12.11.2202Ástæða er til að vekja athygli á kjörum atvinnulausra. Færa má rök fyrir því að enginn hópur búi við eins slæm kjör og einmitt þeir.

Maðurinn með hattinn stendur upp við staur ...

Gild rök voru á sínum tíma færð fyrir því að tveggja þrepa virðisaukaskattur leiddi til undanskota og væri á margan hátt erfiður í framkvæmd.