
Nú skiljum við!
01.11.2004
Samkeppnisstofnun hefur veitt okkur innsýn í vinnubrögð á fákeppnismarkaði: Stórfellt svindl stundað af yfirvegaðri nákvæmni; lagt á ráðin um hvernig hægt væri að hafa sem mest af viðskiptavinunum, bæði hinum almenna kúnna og einnig stórkaupendum sem stóðu í þeirri trú að þeir væru að bjóða út verkefni á grimmum samkeppnismarkaði.