Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Janúar 2004

Fjölmiðlar verða að vera stöndugir

Um helgina var tilkynnt um umtalsverðan samruna á fjölmiðlamarkaði. Undir regnhlíf Norðurljósa sameinast Frétt, útgáfufélag Fréttablaðsins og DV og Íslenska útvarpsfélagið, sem rekur Stöð 2, Bylgjuna, Sýn og fl.

Færir Landsbankinn okkur EM í handbolta?

Óskandi væri að Ríkisútvarpið endurskoðaði afstöðu sína til kostunar dagskrárliða. Auglýsingar eiga að heita auglýsingar og birtast undir þeim formerkjum í auglýsingatímum sjónvarps og útvarps.

Tekið ofan fyrir Árna í Hafnarfirði

Sem betur fer er til á Íslandi fólk sem á í skrokknum á sér blóð sem rennur; fólk sem hefur ábyrgðartilfinnigu og  fylgir henni eftir.

Atvinnuleysi og örorkubætur

Birtist í Fréttablaðinu 28.01.2004Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur síðustu daga verið með hálfkveðnar vísur, nánast dylgjur um öryrkja.
Það er hægt að afskrifa hlutabréf en ekki þjóðina

Það er hægt að afskrifa hlutabréf en ekki þjóðina

Á þessa leið mælti Haraldur Steinþórsson, talsmaður Félags hjartasjúklinga á baráttufundi í Austurbæ í gær.

Hver má tala um SPRON?

Nú er komið á daginn að ekki verður hægt að ná saman fundi í Efnahags- og viðskiptanefnd þingsins um málefni sparisjóðanna  fyrir þingbyrjun vegna deilna um hver sé hæfur og hver vanhæfur til að fjalla um málið.

Mörður spígsporar um á bananahýði

Í Morgunblaðinu í gær er fjallað um fund sem Samfylkingin efndi til í umboði Alþýðuflokks Reykjavíkur (sem ég hélt að hefði verið lagður til hvílu) um "eftirlaunafrumvarpið" margfræga þar sem Alþingi festi í lög umframréttiindi ráðherrum til handa sérstaklega og þingmönnum almennt einnig.

Fjallað um World Social Forum

Nýlokið er í Indlandi World Social Forum.  Einar Ólafsson rithöfundur fjallar um þessa samkomu á heimasíðu sinni og er ástæða til að vekja athygli á umfjöllun hans og reyndar einnig heimsíðu Einars sem er einkar athygliverð.

Skemmtilegt viðtal og nokkrir þankar í framhaldi

”Ríkisstjórnin sem Tony Blair veitir forystu er af sama sauðahúsi og Clinton og hans menn í Bandaríkjunum, vinstrimenn sem gerast hægri menn til að vinna kosningar.

Skin og skúrir hjá Framsókn

Hjá framsóknarmönnum skiptast á skin og skúrir. Tveir mjög hamingjusamir framsóknarmenn hafa birst á sjónvarpsskjánum á undanförnum dögum.