Fara í efni

Tekið ofan fyrir Árna í Hafnarfirði

Sem betur fer er til á Íslandi fólk sem á í skrokknum á sér blóð sem rennur; fólk sem hefur ábyrgðartilfinnigu og  fylgir henni eftir. Slíkur maður er Árni Guðmundsson, æskulýðs- og tómstundafulltrúi í Hafnarfirði. Hann hefur kært vesaldóminn í Ölgerð Egils Skallagrímssonar fyrir  að ríða á vaðið til að reyna að hnekkja félagslegri viðleitni þjóðarinnar til að berjast gegn áfengisvánni með því að sporna gegn áfengisauglýsingum. Öll hefðum við viljað standa með íslenskum framleiðendum og erum þess vegna hrygg yfir ábyrgðarleysi þeirra ölgerða sem reyna nú að hnekkja auglýsingabanninu gegn brennivíni og öðum áfengum drykkjum.
Eftirfarandi er bréf Árna Guðmundssonar og í lokin heimasíða hans:
"Ágæti Ríkislögreglustjóri og aðrir viðtakendur
Bendi Ríkislögreglustjóraembættinu á heilsíðuauglýsingu á blaðsíðu 3 í Fréttablaðinu miðvikudaginn 28 janúar. Auglýsingin er án  nokkurs  vafa  gróft brot á lögum um bann við áfengisauglýsingum. Af því tilefni óskar undirritaður eftir  því að embættið taki málið til formlegrar rannsóknar og meðferðar.
Áfengisframleiðendur ganga sífellt lengra í  ólöglegum auglýsingum. Samkvæmt  íslenskum lögum eiga börn og unglingar  rétt  á því að vera lausir  við áreiti af þessu tagi. Sá réttur er algerlega virtur að vettugi og áfengisframleiðendur fara sínu fram , að virðist átölulaust af hálfu hins opinbera. Ég skora því á þar til bær yfirvöld að taka höndum saman og koma málum í það horf sem hagsmunir barna og unglinga eiga skilið."

Þetta þykir mér umhugsunarverð grein.  Sjá nánar um skrif Árna:

http://addigum.blogspot.com