 
			ÓVINIR RÍKISINS?
			
					29.08.2010			
			
	
		Undrandi varð ég á ummælum Ólafar Nordal, varaformanns Sjáflstæðisflokksins, í hádegisfréttum RÚV í gær, þar sem hún hélt því fram að ágreiningur sem upp hefði komið innan stjórnarliðsins á Alþingi hefði "skaðað hagsmuni íslensku þjóðarinnar"! Hvað á varaformaður Sjálfstæðisflokksins við, Icesave, Magma eða ESB? Eða er einfaldlega að taka sig upp gamalt mein í Sjálfstæðisflokknum, gömul þrá eftir einni skoðun: Skoðun valdsins, "Réttu skoðuninni"? Þessi tími er liðinn Ólöf.
	 
						 
			 
			 
			 
			 
			 
			 
			 
			