Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Október 2006

GRÓÐI OG SAMFÉLAG

GRÓÐI OG SAMFÉLAG

Ólína, góðvina þessarar síðu, nánast fastapenni í lesendadálki, setur fram mjög umhugsunarverða spurningu, sem er meira en þess virði að menn hugleiði.
HVER ER TILGANGURINN MEÐ ÚTTEKT Á STRÆTÓ BS?

HVER ER TILGANGURINN MEÐ ÚTTEKT Á STRÆTÓ BS?

Nýlega birti Deloitte úttekt sína á Strætó bs samkvæmt beiðni stjórnar fyrirtækisins. Sannast sagna er alltaf ástæða til að leggja við hlustir þegar slíkar úttektir líta dagsins ljós því oftar en ekki virðast þær sniðnar að fyrirfram gefnum niðurstöðum.
UGGVÆNLEGAR UPPLÝSINGAR FRÁ FORSTJÓRA PERSÓNUVERNDAR

UGGVÆNLEGAR UPPLÝSINGAR FRÁ FORSTJÓRA PERSÓNUVERNDAR

Á þingi BSRB komu fram athyglisverðar en jafnframt uggvænlegar upplýsingar í erindi Sigrúnar Jóhannesdóttur, forstjóra Persónuverndar.
EFLUM ALMANNAÞJÓNUSTUNA - EFLUM LÝÐRÆÐIÐ

EFLUM ALMANNAÞJÓNUSTUNA - EFLUM LÝÐRÆÐIÐ

Setningarræða 41. þings BSRB: Kjörorð þingsins er: Eflum almannaþjónustuna – eflum lýðræðið.Hvers vegna þetta kjörorð? Innan BSRB – starfar launafólk sem á það sammerkt að vinna við þá atvinnustarfsemi sem við höfum kallað almannaþjónustu – þar er um að ræða grunnþjónustu samfélagsins – þjónustu sem ekkert samfélag getur án verið, hvort sem það er á sviði heilbrigðismála og menntamála eða löggæslu, vinnueftirlits og rannsókna, póstþjónustu eða annarra þátta sem nútímaþjóðfélag byggir á.
ÞING BSRB Í VIKUNNI

ÞING BSRB Í VIKUNNI

Á morgun, miðvikudag, verður 41. þing BSRB sett á Grand Hótel í Reykjavík undir kjörorðinu EFLUM ALMANNAÞJÓNUSTUNA – EFLUM LÝÐRÆÐIÐ.Með þessu leggja samtökin áherslu á mikilvægi almannaþjónustunnar, ekki aðeins sem grundvöll velferðarsamfélagsins heldur einnig lýðræðis í landinu.Undanfarin ár hafa einkennst af mikilli markaðs- og einkavæðingu, ekki aðeins hér á landi heldur víðs vegar um okkar heimshluta.

GOTT HJÁ LÍFEYRISSJÓÐUNUM ! - NÚ ER TÍMI LAUSNA – EKKI ÁSAKANA

Í dag tóku lífeyrissjóðirnir ákvörðun um að fresta til áramóta að skerða greiðslur til öryrkja úr lífeyrissjóðum  eins og til hafði staðið að gera nú um mánaðamótin.
RÚV SEGIR FRÉTTIR ÚR VALHÖLL

RÚV SEGIR FRÉTTIR ÚR VALHÖLL

Mikið held ég að mönnum hafi létt eftir hina ítarlegu frétt Ríkisútvarpsins í gærkvöld um að eindrægni ríki innan Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir lúalegar árásir pólitískra andstæðinga á Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.
HVERS  VEGNA JBH Á AÐ BIÐJAST AFSÖKUNAR

HVERS VEGNA JBH Á AÐ BIÐJAST AFSÖKUNAR

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar pistil í Fréttablaðið í dag þar sem hann vísar því á bug að sér beri að biðja Svavar Gestsson afsökunar eins og ég hafði farið fram á í grein í sama blaði.
ÞEIR EIGA AÐ BIÐJA SVAVAR GESTSSON AFSÖKUNAR

ÞEIR EIGA AÐ BIÐJA SVAVAR GESTSSON AFSÖKUNAR

Birtist í  Fréttablaðinu 20.10.06.Þór Whitehead skrifar grein í Fréttablaðið í gær (miðvikudaginn 18. október) sem varð til þess að mig setti hljóðan.
ÓSPRUNGIN SPRENGJA ÞÓRS WHITEHEAD

ÓSPRUNGIN SPRENGJA ÞÓRS WHITEHEAD

Grein Þórs Whitehead, prófessors í sagnfræði við Háskóla Íslands, í Fréttablaðinu síðastliðinn miðvikudag þar sem hann segir að þeir Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson hafi látið kanna hvort samráðherra þeirra, Svavar Gestsson, hafi haft samskipti við austur-þýsku leyniþjónustuna, STASI, er sem sprengja inn í íslenska þjóðmálaumræðu.