Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Apríl 2022

ÞÖRF Á YFIRVEGUN Í STAÐ STRÍÐSÆSINGA

ÞÖRF Á YFIRVEGUN Í STAÐ STRÍÐSÆSINGA

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 23/24.04.22. Fyrir réttum fjórum árum, í apríl 2018, fór fram atkvæðagreiðsla í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um hvað gera skyldi vegna ásakana um að stjórnvöld í Sýrlandi hefðu beitt efnavopnum. Í öllum höfuðfréttaveitum hins vestræna heims var talað um eina tillögu sem atkvæði hefðu verið greidd um ...
ER ÁRIÐ 2007 RUNNIÐ UPP AÐ NÝJU?

ER ÁRIÐ 2007 RUNNIÐ UPP AÐ NÝJU?

Þessa verður spurt við Rauða borðið á Samstöðinni í kvöld en þátturinn verður síðan aðgengilegur á u-tube: Erum við á sama stað og í aðdragnda hrunsins?  Nú þessa dagana þegar umræðan rís í þjóðfélaginu vegna einkavæðingar banka þá gerist sú tilfinning ágeng að ...
ENN UM HVALFJÖRÐ OG NÚ EINNIG UM MALI

ENN UM HVALFJÖRÐ OG NÚ EINNIG UM MALI

Æfinga-landganga NATÓ hermanna í Hvalfjarðarfjörum fyrir nokkrum dögum er tilefni til þess að hugleiða hvað NATÓ ríkin eru að bauka annars staðar. Nú heyrum við að   Annalena Baerbock   utanríkisráðherra Þýskalands hafi í hótunum við herforingjastjórnina í Mali fyrir að halda framhjá Vesturveldunum og verði stuðningi frá hendi NATÓ/ESB ríkja hætt við Mali ef ekki verði  ...
HVALFJÖRÐUR OG ÍSLAMABAD

HVALFJÖRÐUR OG ÍSLAMABAD

... Gott er til þess að vita að einhverjir mótmæltu. Ekki hefði sakað að mótmæli hefðu einnig - og kannski ekki síður -  farið fram við Stjórnarráðið eða utanríkisráðuneytið. Þar liggur ábyrgðin. Varla hjá hermönnum sem er skipað að æfa sig með drápstól. En h vers vegna þessar æfingar? ...
SIGURÐUR INGI FRAMMI FYRIR SPILLINGU HEIMSINS

SIGURÐUR INGI FRAMMI FYRIR SPILLINGU HEIMSINS

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 09/10.04.22. Fyrir mína kynslóð ætti það að vera algerlega óásættanegt að skila veröldinni verri en hún var þegar við fæddumst í þennan heim. Það er þó að gerast. En er of seint í rassinn gripið að bæta úr? Kynslóð fædd um miðja síðustu öld á ekki svo langt eftir. Ég er samt sannfærður um að ekki sé öll von úti enn því eins mótsagnakennt og það kann að hljóma leynist sprengikraftur í tímaleysinu. Nokkur orð um þetta ...
HVAÐ ER VEL HEPPNUÐ BANKASALA?

HVAÐ ER VEL HEPPNUÐ BANKASALA?

... Á Alþingi studdu nær allir þessa sölu. Það er bara að þessi mátti ekki kaupa og ekki hinn. Í ljós kom nefinlega að gamlir kunningjar voru á ferðinni, lumuðu á góðum fúlgum til fjárfestinga sem svo aftur færðu þeim á örskotsstundu milljónir og mjilljónatugi í gróða þegar undirverðið tók að nálgast markaðsvirði bréfanna. Allt eins og áður. Út á þetta og nákvæmlega þetta gengur leikurinn, koma banka úr almannaeign til fjárfesta, helst erlendra sagði fjármálaráðherrann...
TIL FYRIRMYNDAR: EN HVAÐ GERA ÖNNUR FRAMBOÐ?

TIL FYRIRMYNDAR: EN HVAÐ GERA ÖNNUR FRAMBOÐ?

Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins vill að Reykajvíkurborg verði spilakassaluas. Í frétt  Fréttablaðsins   segir meðal annars um tillögu Sönnu Magdalenu:  “Lagt er til að borgin nýti allar þær að­ferðir sem hægt er til að koma spila­kössunum úr borginni og þrýsti á ríkið að koma á nauð­syn­legum breytingum til að stöðva rekstur þeirra.”  Hér er ...
HREINSAÐ TIL AFTUR Í TÍMANN

HREINSAÐ TIL AFTUR Í TÍMANN

Smám saman er að renna upp fyrir fólki að það eru ekki aðeins Rússar sem beita ritskoðun. Það gera NATÓ ríkin líka með góðri aðstoð “samfélagsmiðla” sem eru á vaktinni gagnvart “plat fréttum”. Það á til dæmis við um “platfréttamanninn” Chris Hedges sem er nú ekki meiri platfréttamaður en svo að 2002 var hann í teymi New York Times sem ,,,
TRUFLANDI GAGNRÝNI TRUFLUÐ

TRUFLANDI GAGNRÝNI TRUFLUÐ

Fyrir nokkrum dögum birtust frá  Declassified UK   og á   Intercept   leynilegar skýrslur frá árinu 2019 úr breska utanríkisráðuneytinu um hvernig bæri að taka á gagnrýni sem fram kom á þeim tíma á samstarf breskra stjórnvalda við bandarísk stjórnvöld um framsal á Julian Assange, stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna. Meintar njósnir Assange og Wikileaks fólust  sem kunnugt er í því að hafa komið á framfæri við fjölmiðla upplýsingum meðal annars um stríðsglæpi Bandaríkjanna, Bretlands og bandamanna þeirra. Í byrjun árs 2019 hafði breska stjórnin  ...