Fara í efni

ENN UM HVALFJÖRÐ OG NÚ EINNIG UM MALI

Æfinga-landganga NATÓ hermanna í Hvalfjarðarfjörum fyrir nokkrum dögum er tilefni til þess að hugleiða hvað NATÓ ríkin eru að bauka annars staðar.

Nú heyrum við að Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands hafi í hótunum við herforingjastjórnina í Mali fyrir að halda framhjá Vesturveldunum og verði stuðningi frá hendi NATÓ/ESB ríkja hætt við Mali ef ekki verði látið af samstarfi við Rússa. Þar er á meðal annars átt við að stjórnvöld í Mali verði að hætta að styðjast við rússneska verktakann Wagner í stríði við yfirgangssöm andspyrnuöfl. Hér er átt við rússneska málaliðasveit sem barist hefur með herforingjastjórninni að kveða niður aðskilnaðarsinna og einnig ofbeldishópa sem er að finna í þessu víðfeðma ríki, rúmlega tólf sinnum stærra en Ísland. Þess má geta að “alþjóðasamféalgið” vill ekki fyrir nokkurn mun að Mali verði skipt upp og gildir þá einu hvað íbúarnir í einstökum héruðum vilja. Landamæri eru heilög segja gömlu kortagerðarmennirnir í London, París og Berlín og stjórnvöld í heiminum öllum taka undir – enginn vill láta hrófla við sínu landakorti.  

Sahel.PNG

En vel að merkja, ekki stendur til að hverfa frá Sahel (þeim hluta Afríku sem er sunnan hinna miklu eyðimerkur landsvæða norðanverðrar Afríku og tekur til norðurhluta Senegal, suðurhluta Máritaníu, miðbiks Mali, norðurhluta Burkina Faso, syðsta hluta Alsírs, Nígers og nyrsta hluta Nígeríu, Cameroon og Miðafríku-lýðveldidisins, miðbik Chad, suðurhluta Súdan og norðurhluta Suður-Súdan, Eritreu og nyrsta hluta Eþíópíu.

Nei, við ætlum ekki að sleppa hendinni af Sahel svæðinu, segir talsmaður heimsvaldastefnu gamalla og nýrra nýlenduríkja – bandalagsríkja Íslands.

("We are halting the training missions for the [Malian] armed forces and national guard," EU foreign policy chief Joseph Borell told a media conference, but added: "The Sahel remains a priority. We're not giving up on the Sahel, far from it. We want to commit even more to that region." He spoke after chairing a meeting of the bloc's foreign ministers that discussed the region. https://www.france24.com/en/africa/20220412-eu-halts-military-training-in-mali-but-not-giving-up-on-sahel )

Til skýringar má geta þess að fyrrnefnd Wagner hersveit er í ætt við frönsku Útlendingahersveitina, illræmd eins og hún og annast ýmis skítverk fyrir húsbændur sína, Frakka eða Rússa eftir atvikum.

NATÓ og ESB vilja semsagt Rússa burt og sitja einir að bráð sinni. Þannig eru í Mali, einu fátækasta ríki Afríku, þriðju mestu gullnámur í álfunni. Og víðar á Sahel svæðinu er auðlindir að finna. Ekki að undra að ESB ætli ekki að sleppa hendinni af þessum heimshluta enda eru hermenn nýleduveldanna þarna víða að finna. Myndin efst á síðunni er af spænskum hermanni við gæslu í Mali við heræfingarbúiðr á vegum ESB fyrir nokkrum árum. (File photo of a Spanish soldier guarding the EU Training Mission (EUTM) camp in Koulikoro, Mali, Tuesday, Nov. 28, 2017. AP - Geert Vanden Wijngaert)

Þannig að það er í mörg horn að líta á stóru heimili. Það eru ekki bara sandfjörur Hvalfjarðar sem kalla á athygli heldur þarf að huga að hagsmunum í heiminum öllum.