Fara í efni

HREINSAÐ TIL AFTUR Í TÍMANN

Smám saman er að renna upp fyrir fólki að það eru ekki aðeins Rússar sem beita ritskoðun. Það gera NATÓ ríkin líka með góðri aðstoð “samfélagsmiðla” sem eru á vaktinni gagnvart “plat fréttum”. Það á til dæmis við um “platfréttamanninn” Chris Hedges sem er reyndar ekki meiri platfréttamaður en svo að 2002 var hann í teymi New York Times sem hlaut Pulitzer verðlaunin fyrir vandaða rannsóknarfréttamennsku.
Auk starfa við New York Times hefur Hedges verið fréttmaður Crhistian Science Monitor í Mið-Ameríku og fleiri þekktra fjölmiðla. Undanfarin sex ár hefur hann verið með fréttapistla frá Bandaríkjunum fyrir Russian TV, en til að koma í veg fyrir alla “óreiðu” hafa ritskoaðarar NATÓ ríkjanna ákveðið að þurrka út allt efni hans hjá RT – aftur í tímann. Þykir það greinilega vera heppilegt að nota tækifærið og hreinsa rækilega allt sem missagt hefur verið um Bandaríkin og bandalagsríki þeirra á liðnum árum.
Democracy Now ræddi þetta við Chris Hedges hér: 

https://www.youtube.com/watch?app=desktop&v=V1LU-nV11dg&fbclid=IwAR2GjF2UJCHwALrcwfG37mrwOzZ-Exv_VZFT_auFCoeu6Nf8ssldIxH_ayA