Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Júlí 2021

FALLISTINN

FALLISTINN

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins  31.07/01.08.21. Nokkrum sinnum á ævinni hef ég reynt að þreyta próf í frjálshyggjuhagfræði. Í hvert sinn hef ég fallið á prófinu.  Frjálshyggjuhagfræðin kennir að vel smurðu markaðsþjóðfélagi megi líkja við vél. Ef fiktað er í vélinni af kunnáttuleysi segi það fljótlega til sín í höktandi hagkerfi og þar af leiðandi þjóðfélagi sem hættir að hámarka velsæld. Látum alveg liggja á milli hluta velsæld hverra, enda kemur okkur það ekki við. Það hafi einmitt verið þegar ...
MÁ BJÓÐA ÞÉR REIKNINGINN?

MÁ BJÓÐA ÞÉR REIKNINGINN?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 17/18.07.21. ... Auðvitað er þetta hægt. Leti og metnaðarleysi í ferðaþjónustu má ekki verða þess valdandi að íslenskunni verði fórnað; að hún verði gjalda megin á reikningnum þegar ferðmennskan er gerð upp. Sannið til, erlendu fólki sem hingað kemur til starfa þykir gaman að geta talað íslensku – nákvæmlega eins og okkur þykir þar sem við erum gestkomandi um alllangt skeið. Ég vorkenni engum útlendingi að læra að segja ...
AFMÆLISKVEÐJUR

AFMÆLISKVEÐJUR

Í gær, 17. júlí, átti ég afmæli venju samkvæmt. Þetta hefur borið upp á þennan dag í 73 ár. Margir sendu mér góðar kveðjur af þessu tilefni. Fyrir þær þakka ég hjartanlega.
GAGNLEGT EÐA …?

GAGNLEGT EÐA …?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 03/04.07.21. Ekki fer úr huga mér frétt sem ég las nýlega í blaði um að Mannréttindadómstóllinn í Strassborg hefði beitt þeirri niðurstöðu sem hann á dögunum komst að í frægu (að endemum) máli gegn íslenskum stjórnvöldum um skipan í embætti dómara við Landsrétt sem fordæmi gagnvart stjórnvöldum í öðru landi, að þessu sinni Póllandi.  Íslenska málið var mörgum illskiljanlegt en svo átti að heita að ...