Fara í efni

AÐ SIGRA HEIMINN

Systurnar Áslaug og Snædís
Systurnar Áslaug og Snædís

Fljótlega eftir að Kastljósi kvöldsins lauk uppúr sjónvarpsfréttum hringdi í mig vinur minn og spurði hvort ég hefði séð þáttinn. Nei, ég hafði misst af honum. „Þá verðurðu að fara á vefinn og horfa á hann. Það er skylda að sjá þennan þátt!"
Svo mörg voru þau orð um þennan þátt sem fjallar um líf og störf og baráttu systranna Áslaugar og Snædísar Hjartardætra.
Frá því er skemmst að segja að þátturinn var skemmtilegur og uppörvandi og á við tíuþúsund ályktanir og baráttufundi fyrir réttindum fatlaðas fólks.
Systurnar voru hreint út sagt magnaðar og þeirrar gerðar að sigrast á þeim miklu erfiðleikum sem þær eiga við að stríða í lífi sínu. Öllum spurningum var snúið upp í húmor og jákvæðni. Í þáttarlok var áhorfandinn fullkomlega á þeirra bandi - og meira en það langaði til að gerast liðsmaður þeirra.
Ég geri hér með hið sama og vinur minn, hvet alla til að horfa á þennan þátt. Hann er göfgandi:  
http://www.ruv.is/sarpurinn/kastljos/17112014